Aron Snær í forystu þegar keppni er hálfnuð Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2021 19:21 Aron Snær Júlíusson lék á 67 höggum í dag og er með eins höggs forystu. mynd/gsí Aron Snær Júlíusson, kylfingur úr GKG, er efstur á Íslandsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð. Annar hringur mótsins var leikinn á Jaðarsvelli á Akureyri í dag. Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð. Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Flestir þeirra sem eru í efstu sætunum hafa lokið keppni í dag, en þónokkrir kylfingar eiga enn eftir að klára hring dagsins. Hlynur Bergsson, úr GKG, var með forystu eftir fyrsta daginn þar sem hann jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli. Hlynur lék hringinn á 66 höggum, fimm undir pari vallar, og var þremur höggum á undan næstu mönnum. Í dag fór Hlynur hringinn á einu höggi yfir pari sem reyndist Aroni Snæ Júlíussyni vel. Aron Snær lék manna best í dag, á 67 höggum, fjórum undir pari, og fór upp fyrir Hlyn í toppsætið. Aron lék fyrri hringinn á einu undir og er því á fimm undir pari í heildina, höggi á undan Hlyni. Næstir á eftir þeim koma Daníel Ísak Steinarsson úr Keili og Aron Emil Gunnarsson úr Golfklúbbi Selfoss á einu höggi undir pari, en Aron fór hring dagsins á 67 höggum, líkt og Aron Snær. Jóhannes Guðmundsson, GR, Sverrir Haraldsson, GM, og heimamaðurinn Tumi Hrafn Kúld, GA, eru þá allir á pari. Í kvennaflokki er Hulda Clara Gestsdóttir með örugga forystu þegar keppni er hálfnuð.
Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira