Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Kjartan Kjartansson skrifar 5. ágúst 2021 23:02 Forsetinn hlær í betri bíl. Biden fékk að prufukeyra Jeep Wrangler 4xe Rubicon-blendingsbifreið við Hvíta húsið á viðburði um vistvæna bíla í dag. AP/Susan Walsh Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar. Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Á meðal fyrstu verka ríkisstjórnar Trump var að veikja og útvatna loftslagsaðgerðir sem Barack Obama setti á í forsetatíð sinni. New York Times segir að Biden ætli nú endurvekja reglur Obama-stjórnarinnar og herða þær lítillega. Næstu skref stjórnar hans verði að semja enn strangari reglur um eldsneytissparneytni bæði fólksbíla og stærri bifreiða. AP-fréttastofan segir að reglurnar, sem eiga eftir að fara í gegnum lögbundið ferli, eigi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka sparneytni bíla um 10% miðað við reglur sem Trump-stjórnin setti fyrir árið 2023. Til 2026 á sparneytnin að aukast um 25%. Biden skrifaði undir tilskipun með því markmiði að helmingur nýrra bíla sem eru seldir í Bandaríkjunum verði rafbílar fyrir árið 2030. Forkólfar þriggja stærstu bílaframleiðenda Bandaríkjanna og leiðtogi stéttarfélags starfsmanna í bílaiðnaði voru viðstaddir þegar Biden skrifa undir tilskipunina. Bílaframleiðendurnir heita því að 40-50% nýrra bíla sem þeir selja verði rafbílar fyrir árið 2030. Hlutfallið er aðeins 2% á þessu ári. Þurfa milljarða til að byggja upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla Markmið Biden-stjórnarinnar eru háð því að Bandaríkjaþing samþykki meiriháttar innviðafrumvarp sem veitti milljörðum dollara í uppbyggingu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla auk skattaívilnana fyrir bæði framleiðendur rafbíla og kaupendur þeirra. Aðgerðirnar eru liður í því markmiði Biden að draga úr losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum um 50% miðað við losun ársins 2005 fyrir lok þessa áratugar. Útblástur frá bensín- og dísilbílum er stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda Bandaríkjanna, um 28% af allri gróðurhúsalofttegundalosun landsins. Umhyggja fyrir umhverfinu er þó ekki það eina sem vakir fyrir Biden. Hann er sagður hafa áhyggjur af því að bandarísk fyrirtæki dragist á eftir kínverskum í samkeppni á rafbílamarkaðinum sem fer væntanlega sístækkandi á næstu árum og áratugum þegar ríki heims reyna að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. „Spurning er hvort að við ætlum að leiða eða dragast aftur úr í keppninni um framtíðina. Gott fólk, heimurinn heldur áfram. Við verðum að ná í skottið á honum,“ sagði Biden á viðburði í Hvíta húsinu um vistvænar bifreiðar.
Bandaríkin Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43