Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Pfizer þróar nú bóluefni gegn delta-afbrigðinu, sem hefur farið um heiminn sem eldur í sinu. EPA/Christophe Ena Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira