Binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigðinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. ágúst 2021 14:04 Pfizer þróar nú bóluefni gegn delta-afbrigðinu, sem hefur farið um heiminn sem eldur í sinu. EPA/Christophe Ena Heilbrigðisyfirvöld binda vonir við nýtt bóluefni gegn delta-afbrigði kórónuveirunnar en Pfizer er nú þegar með slíkt í þróun. Það gæti orðið til þess að raunverulegt hjarðónæmi myndaðist gen SARS-CoV-2. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, á upplýsingafundinum í morgun. Var hún þar að svara þeirri spurningu hvort eina leiðin til að mynda ónæmi væri að leyfa kórónuveirufaraldrinum að fara óheft um samfélagið. Kamilla sagði nýtt bóluefni svarið þar sem delta-afbrigðið væri nú ráðandi svo til alls staðar. Hún sagði það hins vegar háð því að annað afbrigði kæmi ekki fram sem væri ónæmt fyrir bóluefnum í notkun. Hvers vegna voru börnin ekki bólusett fyrr? Á fundinum fékk Kamilla einnig þá spurningu hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma að hefja undirbúning bólusetninga barna á aldrinum 12 til 15 ára þrátt fyrir að Lyfjastofnun Evrópu hefði samþykkt notkun bóluefnisins frá Pfizer fyrir þennan aldurshóp fyrir tveimur mánuðum. Að sögn Kamillu var á þeim tíma verið að rannsaka tengsl bólusetninga við tilvik gollurhúss- og hjartavöðvabólga, sem virtust algengari hjá yngri aldurshópum. Í ljós hefði komið að veikindin væru oftast væg, þótt þau væru ógnvekjandi, og einstaklingar næðu sér nær alltaf með hvíld og inntöku bólgueyðandi lyfja á borð við íbúfen. Þá hefði heimild stofnunarinnar á notkun Pfizer meðal ungmenna einnig komið til á sama tíma og faraldurinn var í lágmarki hérlendis og skólar á leið í sumarfrí. Nú væri staðan hins vegar breyst og því væri verið að undirbúa bólusetningu 12 til 15 ára, á sama tíma og verið væri að gefa kennurum og skólastarfsmönnum örvunarskammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira