Heilbrigðiskerfið megi ekki alltaf vera einni bylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. ágúst 2021 12:00 Páll Matthíasson er forstjóri Landspítalans. Ljósmynd/Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, segir starfsfólk spítalans vera örþreytt. Ýmislegt hafi verið gert til að mæta álagi sem fylgi kórónuveirufaraldrinum en meira þurfi til. Mikilvægt sé að efla heilbrigðiskerfið svo það sé ekki „alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina". Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Þetta var á meðal þess sem kom fram í máli Páls á upplýsingafundi almannavarna í dag, þar sem hann fór yfir stöðu mála á Landspítalanum vegna faraldursins. Í máli hans kom fram að átján væru inniliggjandi á spítalanum vegna Covid-19, þrír á gjörgæslu. Á fundinum fór hann meðal annars yfir hvernig það gæti verið vandi fyrir Landspítalann, með sín 600 rúm, að taka á móti um tuttugu sjúklingum með Covid-19. Sagði hann að í raun væru um 400 pláss að ræða, en nýtingin á þeim væri á bilinu 95-105 prósent, á meðan alþjóðleg viðmið miðuðu við 85 prósent. Því mætti lítið út af bregða. „Það þýðir það að það er lítið borð fyrir báru. Byrðingurinn er lágur. Það má lítið gefa á til þess að það fari að flæða yfir,“ sagði Páll. Samfélagið á fullu Að auki væri samfélagið á fullu, ólíkt fyrri bylgjum þar sem strangari samkomutakmarkanir voru í gildi. Að auki væri um 30-40 manns sem biðu útskriftar af bráðadeildum spítalans, en lítið sem ekkert pláss væri á hjúkrunardeildum. Þess fyrir utan væri mönnunarvandi mikill yfir hásumarið. „Það er sumartími, við erum með örþreytt starfsfólk. Við þurfum og höfum hvatt það til að fara í frí. Það skiptir máli því að þá höfum við færri upp á að hlaupa,“ sagði Páll en Landspítalinn hefur biðlað til þeirra starfsmanna sem hafa tök á að fresta fríum að koma aftur til starfa. Það þurfi að ná valdi á bylgjunni Sagði Páll að ýmislegt hafi verið gert til að bregðast við þessu ástandi. Engar valkvæðar aðgerðir hafi verið framkvæmdar, náin samvinna væri við nágrannaheilbrigðisstofnanir og vel væri hugað að útskrift sjúklinga svo dæmi séu tekin. Þetta hafi þó ekki dugað til til þess að draga úr álagi á Landspítalann. Sagði Páll að miðað við að toppi núverandi bylgju væri ekki náð, þyrfti samfélagið nú að leggjast á eitt við að ná bylgjunni niður. (1 liked) „Samfélagið þarf að huga að því líka að toga niður kúrvuna með öllum tiltækum ráðum ef við eigum að ráða við ástandið. Það er svo sem umræða og módel sem við höfum rætt áður. Það þarf að ná valdi á þessari bylgju,“ sagði Páll. Efla þurfi heilbrigðiskerfið til lengri tíma, ekki síst Landspítalann. „Þessi og viðlíka farsóttir eru komnar til að vera. Við verðum líka, ef við förum enn víðar, í víðara ljósi að efla heilbrigðiskerfið svo að það sé ekki alltaf einni faraldursbylgju eða rútuslysi frá því að fara á hliðina, heldur vaxi að mannskap og tækjum með þjóðinni til að við getum átt hér nútímasamfélag,“ sagði Páll. Þetta sé lykilskref fyrir nútímasamfélag. „Til að við getum átt hér nútímasamfélag þá þurfa innviðir að hafa burðarþol, ekki síst heilbrigðiskerfið. Ég held að þetta sé eitt stærsta verkefni næstu áratuga, ekki síst ef ætlunin er að byggja hér upp farsæla ferðaþjónustu á sama tíma og við sköpum gott samfélag.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51 Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15 151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48 Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
„Það er ekki í boði í krísu að taka ekki ákvörðun“ Innviðir munu að óbreyttu bresta og það dugir ekki að sitja hjá aðgerðalaus. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns, Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis, og Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi vegna kórónuveirufaraldursins rétt í þessu. 5. ágúst 2021 11:51
Ýmis kerfi komin að þolmörkum Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra segir stöðu kórónuveirufaraldursins hafa þyngst og að ýmis kerfi séu komin að þolmörkum. 5. ágúst 2021 11:15
151 greindist með Covid-19 í gær 151 greindist með Covid-19 í gær. Alls voru 68 í sóttkví en 83 utan sóttkvíar. 5. ágúst 2021 10:48