Skilur ekki hvers vegna lokað er á sviðslistir Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 11:01 Friðrik Ómar skilur ekki hvers vegna er lokað á sviðslistir. Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar er hugsi yfir því hvers vegna lokað er á sviðslistir þegar tjaldsvæðum og sundlaugum er haldið opið. Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða. Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira
Friðrik Ómar ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun en hann vakti athygli á slæmri stöðu sviðslista á Facebooksíðu sinni á dögunum. Hann vill vekja athygli á málinu en tekur skýrt fram að sviðslistafólk sé ekki að fara fram á að fá meira en aðrir. „Ef einhver stígur fram í dag og tjáir sig um þetta, þá er hann bara tekinn og hakkaður í spað.“ segir Friðrik. Friðrik Ómar segir að þrátt fyrir að samkvæmt reglugerð megi hundrað vera á sviði og tvö hundruð áhorfendur í hverju hólfi sé næsta ómögulegt að halda sviðslistaviðburði. Til þess séu einfaldlega ekki nægilega mörg hús sem rúmi svo marga, þau séu einungis tvö; Harpa í Reykjavík og Hof á Akureyri. Þá sé nánast ómögulegt að halda almennilega viðburði í minni húsum þar sem minnst hundrað gesti þurfi til að greiða leigu fyrir húsnæðið. Þá eigi eftir að borga laun og fyrir allan búnað. Friðrik Ómar kallar eftir því að ríki og borg komi til móts við sviðslistafólk. Til dæmis með því að greiða fyrir leigu á húsnæði. Ósanngjarnt að setja allar samkomur undir einn hatt Friðrik Ómar segist ekki skilja hvers vegna sömu reglur gilda um samkomur af öllu tagi. Hann tekur fram að á sitjandi viðburðum sé fólk í númeruðum sætum og búið að skrá allar nauðsynlegar upplýsingar um sig. Því sé sóttvarnaryfirvöldum mjög auðvelt að rekja smit ef slíkt kemur upp. Hann segir mjög mikilvægt að halda sviðslistum gangandi, bæði til að tryggja afkomu sviðslistafólk og ekki síður vegna mikilvægis þess að fólk komi saman og njóti listanna. Sjötíu prósent samdráttur Friðrik Ómar segir sjötíu prósent samdrátt hafa verið í vinnu hjá sér á meðan faraldur Covid-19 hefur gengið yfir. Hann segist einnig hafa tapað miklum fjárhæðum á því að hafa hafið undirbúning fyrir þrjá viðburði. Þess vegna kallar hann eftir meiri fyrirvara og gagnsæi þegar kemur að sóttvarnaraðgerðum. Að lokum segir Friðrik Ómar að hann finni að margir séu að gefast upp á skemmtanageiranum og að mikill missir sé af góðu fólki. Bæði sviðslistafólk og þeir sem koma að viðburðum á bak við tjöldin hafa margir hverjir gefist upp á ástandinu. Friðrik Ómar segir að þrjátíu til fjörutíu manns komi að meðalviðburði og allt að eitt hundrað þegar um stærri viðburði sé að ræða.
Tónlist Leikhús Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bítið Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Sjá meira