Sir Alex Ferguson mætti tvisvar með lið Aberdeen í Laugardalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:31 Sir Alex Ferguson var miklu yngri og hafði aldrei stýrt liði Manchester United þegar hann mætti tvisvar sinnum með lið sitt í Laugardalinn á níunda áratugnum. EPA/ETTORE FERRARI Breiðablik fær skoska liðið Aberdeen í heimsókn í kvöld í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Sjá meira