Sir Alex Ferguson mætti tvisvar með lið Aberdeen í Laugardalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:31 Sir Alex Ferguson var miklu yngri og hafði aldrei stýrt liði Manchester United þegar hann mætti tvisvar sinnum með lið sitt í Laugardalinn á níunda áratugnum. EPA/ETTORE FERRARI Breiðablik fær skoska liðið Aberdeen í heimsókn í kvöld í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Í beinni: Newcastle United - Manchester City | Undanúrslitaeinvígið hefst Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira