Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis verða með upplýsingafund klukkan 11.
Kamilla S. Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnarlæknis og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans verður einnig á fundinum og fer hann yfir stöðuna á Landspítalanum vegna COVID-19.
Fundurinn verður í beinni útsendingu að venju í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi, hér Vísi og í textalýsingu að neðan.
Fréttin hefur verið uppfærð.
Alla fyrri upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis vegna faraldurs kórónuveirunnar má sjá á sérstakri undirsíðu Vísis. Smellið hér.
Uppfært: Fundinum er nú lokið en hér að neðan má sjá upptöku af honum í heild sinni.