Enn hættir fólk sér út á hraunið: „Það virðist bara ekki vera hlustað“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2021 11:34 Ekki er mælt með því að fólk vappi um á hrauninu. Vísir/Vilhelm Enn streymir fjöldi fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga á degi hverjum. Að sögn björgunarsveitarmanns er enn viðvarandi vandamál að fólk hætti sér út á hraunið og óhlýðnist tilmælum lögreglu og björgunarsveita. Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Frá því gosið í Geldingadölum hófst þann nítjánda mars á þessu ári hefur fjöldi fólks lagt leið sína að gosstöðvunum, og margir oftar en einu sinni. Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að umferðin stjórnist að miklu leyti af virkni eldgossins og veðri á svæðinu hverju sinni. Hann segir að líkt og í vor og fyrr í sumar sé fjöldi fólks að hætta sér út á nýstorknað hraunið, sem lögregla og björgunarsveitir mæla eindregið gegn, enda lífshættuleg iðja. „Ég get ekki séð að þetta hafi mikið breyst. Maður er enn þá að sjá og fá myndir af fólki æðandi úti um allt og labbandi á hrauninu. Ég get ekki séð mikinn mun á þessu, því miður,“ segir Bogi. Hann segir fólkið, sem eru að meirihluta erlendir ferðamenn, oft halda sig til hlés ef björgunarsveitarfólk er nálægt, en æða út á hraunið við fyrsta tækifæri. „Við erum þarna um helgar. Svo eru bara sveitir á útkalli þarna á virkum dögum. Við gerum okkar besta til að fylgjast með þessu og taka púlsinn á þessu en það virðist bara ekki vera hlustað.“ Lítil virkni og lélegt skyggni Bogi segir litla virkni sé að sjá í gígnum þessa stundina, og því ekki von á neinni metumferð um gosstöðvarnar í dag. „Ég gat ekki séð það að það væri einhver virkni í honum greyinu. Það er svona þokukennt og smá úði, þá er oft aðeins meiri rigning [á gosstöðvunum].“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira