Danskur prestur í fimmtán ára fangelsi fyrir hrottalegt morð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. ágúst 2021 10:25 Thomas Gotthard var dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir morðið á eiginkonu sinni Mariu From Jakobsen. Lögreglan á Norður-Sjálandi Sóknarprestur í Danmörku hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína. Presturinn, Thomas Gotthard, játaði í dómsal í Hillerød í gær að hafa skipulagt morðið og losað sig við líkið að verkinu loknu. Danska ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðunni þar sem fram kemur að morð hins 45 ára Gotthard á eiginkonunni, Mariu From Jakobsen sem var 43 ára, hafi verið þaulskipulagt. Hann viðurkenndi morðið en einnig að hafa bútað niður líkið og láta líta þannig út fyrir að eiginkonan hefði látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja. Þinghald í málinu var lokað allt þar til í gær þegar Gotthard játaði verknaðinn og las upp yfirlýsingu þess efnis. Í framhaldinu var þinghaldið opnað almenningi og var niðurstaðan fimmtán ára fangelsi. Gotthard þarf að greiða allan málskostnað og sviptur öllum greiðslum vegna líftryggingar og lífeyris eiginkonunnar. Ástæða er til að vara lesendur við lýsingum á verknaðinum hér að neðan. Handtekinn þremur vikum síðar Það var í október í fyrra sem Maria From Jakobsen hvarf. Lögreglan á Norður-Sjálandi lýsti eftir henni en handtók Gotthard svo þremur vikum síðar grunaðan um morð. Hann hefur síðan verið í gæsluvarðhaldi. Gotthard þrætti í sjö mánuði fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Það var svo í júní sem lögreglan staðfesti að líkamsleifar Mariu hefðu fundist fyrir tilstillan Gotthard. Á þeim tíma hafði hann jafnframt játað að hafa myrt hana. Anne-Mette Seerup, saksóknari í málinu, hafði eftir Gotthard í opnu þinghaldi í gær að hann hefði játað svo að hans nánustu og fjölskylda Mariu gætu haldið áfram með líf sitt. Hann hafi viljað gefa fjölskyldunni frið. Keypti 208 lítra tunnu Í máli Seerup saksóknara kom fram að skipulagning morðsins hefði minnt á áhugamál. Hann hefði búið til lista yfir hluti til að gera. Í ákærunni kom fram að þann 19. október hefði hann farið í danska stórmarkaðinn Føtex hvar hann las innihaldslýsingar á ýmsum efnum til að komast að því hvert þeirra væri mest ætandi. Hann var innblásinn af sjónvarpsþáttaseríunni Breaking Bad þar sem hann mundi eftir því að lík hafði verið leyst upp í sýru. Hann keypti 208 lítra tunnu þar sem hann ætlaði að geyma líkið og ætandi sýru í byggingavöruversluninni Jem & Fix. Þá bjó hann þannig um hnútana að hvarf Mariu hefði verið að hennar eigin frumkvæði. Skyldi hann bíl hennar meðal annars eftir á ákveðnum stað og notaði gamalt bréf frá henni til hans sem kveðjubréf. Sendi konunni skilaboð til að blekkja Það var 26. október sem hann sló konu sína í höfuðið með steini í garðinum þeirra, hélt fyrir vit hennar í fleiri mínútur þar til hún kafnaði. Geymdi hann svo líkið í tunnunni í læstum skúr. Ók hann líkinu á yfirgefinn bóndabæ þar sem hann helti fleiri lítrum af sýru yfir það. Það gekk ekki eins og hann hafði reiknað með og endaði hann á að grafa líkið í jörð við yfirgefinn veiðiskúr. Hann reyndist ekki fullkomlega sannfærður um að það gengi upp. Gróf hann því líkið aftur upp, bútaði það niður og brenndi. Hryllingurinn tók marga daga en á meðan taldi fjölskyldan að Maria hefði bara horfið. Í dómssalnum kom fram að Gotthard reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að senda henni endurtekið textaskilaboð og slökkti á síma sínum þegar hann var á ferðinni. Hélt fram hjá Fram kom við þinghaldið í gær að Gotthard hefði átt í ástarsambandi við aðra konu í mörg ár. Konu sem presturinn kynntist í gegnum vinnu sína. Hann sagðist hafa átt í innri baráttu varðandi hvort hann ætti að myrða konu sína. Hann hefði hins vegar þurft innri frið. Saksóknarinn Seerup gaf lítið fyrir þessar skýringar. „Þetta er ekki sorgleg ástarsaga manns sem skildi við konu sína af því hann gat ekki fengið ást lífs síns,“ sagði Seerup. „Þetta er saga manns sem myrti Mariu From Jakobsen með köldu blóði. Manns sem breyttist úr eiginmanni í morðingja.“ Þá bætti saksóknari við að engin ástæða væri til mildunar dómsins jafnvel þótt Gotthard hefði að lokum leitt lögreglu á slóð líkamsleifanna. Niðurstaða væri komin í málið vegna ítarlegrar rannsóknar lögreglu. Morðið hefði verið þaulskipulagt og verulega óhuggulegt. Engum öðrum um að kenna Gotthard átti lokaorðin í dómsalnum í Hillerød í gær. „Ég drap Mariu,“ sagði Gotthard og las upp af blaði. „Einn míns liðs ákvað ég að binda endi á framtíð hennar og drauma. Á sama tíma svipti ég börn okkar skilyrðislausrar ástar móður sinnar.“ Enginn ætti að vorkenna honum og hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Að lokinni dómsuppsögu sagðist hann ætla að hugsa sig um varðandi hvort dómnum verði áfrýjað. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Danska ríkisútvarpið greinir frá niðurstöðunni þar sem fram kemur að morð hins 45 ára Gotthard á eiginkonunni, Mariu From Jakobsen sem var 43 ára, hafi verið þaulskipulagt. Hann viðurkenndi morðið en einnig að hafa bútað niður líkið og láta líta þannig út fyrir að eiginkonan hefði látið sig hverfa af fúsum og frjálsum vilja. Þinghald í málinu var lokað allt þar til í gær þegar Gotthard játaði verknaðinn og las upp yfirlýsingu þess efnis. Í framhaldinu var þinghaldið opnað almenningi og var niðurstaðan fimmtán ára fangelsi. Gotthard þarf að greiða allan málskostnað og sviptur öllum greiðslum vegna líftryggingar og lífeyris eiginkonunnar. Ástæða er til að vara lesendur við lýsingum á verknaðinum hér að neðan. Handtekinn þremur vikum síðar Það var í október í fyrra sem Maria From Jakobsen hvarf. Lögreglan á Norður-Sjálandi lýsti eftir henni en handtók Gotthard svo þremur vikum síðar grunaðan um morð. Hann hefur síðan verið í gæsluvarðhaldi. Gotthard þrætti í sjö mánuði fyrir að hafa myrt eiginkonu sína. Það var svo í júní sem lögreglan staðfesti að líkamsleifar Mariu hefðu fundist fyrir tilstillan Gotthard. Á þeim tíma hafði hann jafnframt játað að hafa myrt hana. Anne-Mette Seerup, saksóknari í málinu, hafði eftir Gotthard í opnu þinghaldi í gær að hann hefði játað svo að hans nánustu og fjölskylda Mariu gætu haldið áfram með líf sitt. Hann hafi viljað gefa fjölskyldunni frið. Keypti 208 lítra tunnu Í máli Seerup saksóknara kom fram að skipulagning morðsins hefði minnt á áhugamál. Hann hefði búið til lista yfir hluti til að gera. Í ákærunni kom fram að þann 19. október hefði hann farið í danska stórmarkaðinn Føtex hvar hann las innihaldslýsingar á ýmsum efnum til að komast að því hvert þeirra væri mest ætandi. Hann var innblásinn af sjónvarpsþáttaseríunni Breaking Bad þar sem hann mundi eftir því að lík hafði verið leyst upp í sýru. Hann keypti 208 lítra tunnu þar sem hann ætlaði að geyma líkið og ætandi sýru í byggingavöruversluninni Jem & Fix. Þá bjó hann þannig um hnútana að hvarf Mariu hefði verið að hennar eigin frumkvæði. Skyldi hann bíl hennar meðal annars eftir á ákveðnum stað og notaði gamalt bréf frá henni til hans sem kveðjubréf. Sendi konunni skilaboð til að blekkja Það var 26. október sem hann sló konu sína í höfuðið með steini í garðinum þeirra, hélt fyrir vit hennar í fleiri mínútur þar til hún kafnaði. Geymdi hann svo líkið í tunnunni í læstum skúr. Ók hann líkinu á yfirgefinn bóndabæ þar sem hann helti fleiri lítrum af sýru yfir það. Það gekk ekki eins og hann hafði reiknað með og endaði hann á að grafa líkið í jörð við yfirgefinn veiðiskúr. Hann reyndist ekki fullkomlega sannfærður um að það gengi upp. Gróf hann því líkið aftur upp, bútaði það niður og brenndi. Hryllingurinn tók marga daga en á meðan taldi fjölskyldan að Maria hefði bara horfið. Í dómssalnum kom fram að Gotthard reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að senda henni endurtekið textaskilaboð og slökkti á síma sínum þegar hann var á ferðinni. Hélt fram hjá Fram kom við þinghaldið í gær að Gotthard hefði átt í ástarsambandi við aðra konu í mörg ár. Konu sem presturinn kynntist í gegnum vinnu sína. Hann sagðist hafa átt í innri baráttu varðandi hvort hann ætti að myrða konu sína. Hann hefði hins vegar þurft innri frið. Saksóknarinn Seerup gaf lítið fyrir þessar skýringar. „Þetta er ekki sorgleg ástarsaga manns sem skildi við konu sína af því hann gat ekki fengið ást lífs síns,“ sagði Seerup. „Þetta er saga manns sem myrti Mariu From Jakobsen með köldu blóði. Manns sem breyttist úr eiginmanni í morðingja.“ Þá bætti saksóknari við að engin ástæða væri til mildunar dómsins jafnvel þótt Gotthard hefði að lokum leitt lögreglu á slóð líkamsleifanna. Niðurstaða væri komin í málið vegna ítarlegrar rannsóknar lögreglu. Morðið hefði verið þaulskipulagt og verulega óhuggulegt. Engum öðrum um að kenna Gotthard átti lokaorðin í dómsalnum í Hillerød í gær. „Ég drap Mariu,“ sagði Gotthard og las upp af blaði. „Einn míns liðs ákvað ég að binda endi á framtíð hennar og drauma. Á sama tíma svipti ég börn okkar skilyrðislausrar ástar móður sinnar.“ Enginn ætti að vorkenna honum og hann gæti engum nema sjálfum sér um kennt. Að lokinni dómsuppsögu sagðist hann ætla að hugsa sig um varðandi hvort dómnum verði áfrýjað.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira