Hvort er hagkvæmara, hjólhýsi eða hótel? Árni Sæberg skrifar 4. ágúst 2021 10:36 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Á vefsíðu Viðskiptaráðs Íslands er að finna reiknivél sem reiknar út hvort sé hagkvæmara, kaup á hjólhýsi eða gisting á hóteli. Reiknivélin var sett upp í tilefni af því að metsala hefur verið á ferðavögnum síðustu tvö ár. Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna. Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Konráð Guðjónsson, hagfræðingur og aðstoðarframkvæmdarstjóri Viðskiptaráðs ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Reiknivélin er sett upp í Grid, íslenskum hugbúnaði sem virkar eins og Excel-skjal sem margir geta unnið í á sama tíma. Konráð segir að hver og einn geti stillt upp sínum forsendum til að svara spurningunni: „Hvort hentar mér betur, kaup á hjólhýsi eða einfaldlega gisting á hóteli?“ Kostirnir eru mjög ólíkir að sögn Konráðs. Þegar hjólhýsi er keypt fellur nánast allur kostnaður til á fyrsta degi en kostnaður við gistingu á hóteli safnast frekar upp jafnt og þétt yfir mörg ár. Konráð segir að þó kostnaður sé mikilvægur þáttur í ákvarðanatökunni sé mikilvægt að hafa líka í huga hvort maður vilji frekar gista í hjólhýsi eða á hóteli. Reiknivélin er mjög ítarleg, til að mynda tekur hún tillit til vaxtagreiðslna af lánum og verðbólgu. Reiknivélin hefur verið mikið notuð frá því að hún fór í loftið að sögn Konráðs. Hann hvetur fólk til að setja upp reiknivélar í Grid um hvaðeina sem bera þarf saman. Tæplega áttatíu prósent aukning í innflutningi ferðavagna Á vefsíðu Viðskiptaráðs segir að innflutningur nýrra hjólhýsa, fellihýsa, tjaldvagna og þess háttar búnaðar hafi verið 79 prósent meiri fyrstu fimm mánuði ársins heldur en á sama tíma 2019. Síðustu tólf mánuði nam innflutningurinn samtals rúmum tveimur milljörðum króna.
Bítið Neytendur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira