Nýjar reglur í Skotlandi þýða að Blikar geta spilað fyrir fullum velli Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2021 19:01 Blikar unnu góðan 2-1 sigur á Austria Vín í síðustu viku og mæta Aberdeen frá Skotlandi í næstu umferð Sambandsdeildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, tilkynnti í dag um breytingar á reglum vegna kórónuveirufaraldursins í Skotlandi. Dregið verður úr fjöldatakmörkunum á íþróttaviðburðum að því gefnu að ákveðin skilyrði séu uppfyllt. Reglurnar taka gildi fyrir leik Breiðabliks við Aberdeen ytra í næstu viku. Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira
Tvö þúsund áhorfendur hafa verið leyfðir á íþróttaviðburðum í Skotlandi síðustu vikur en skipuleggjendur hafa getað sótt um undanþágu til að taka á móti stærri fjölda. Samkvæmt tilkynningu Sturgeon í dag mun breyting verða þar á frá mánudeginum 9. ágúst næst komandi. Samhliða því sem grímuskylda verður lögð niður ásamt fjarlægðarreglum, verður sá lágmarksfjöldi hækkaður í fimm þúsund. Áfram geta ábyrgðarmenn íþróttaviðburða, svo sem skosk félagslið í fótbolta, sótt um að hleypa fleirum að og allt að því fylla velli landsins. Sturgeon segir að slíkar umsóknir um leyfi fyrir fleirum sé öryggisráðstöfun. „Meðan við vinnum okkur hægt og bítandi í átt endurkomu stórra viðburða munum við, til skamms tíma, halda okkur við vinnulagið þar sem skipuleggjendur viðburða utandyra með yfir 5000 manns og innandyra með yfir 2000 manns þurfa að sækja um leyfi,“ „Þetta gerir okkur og sveitarfélögum kleift að vera þess fullviss að ákveðin skref séu tekin til að draga úr áhættu þegar kemur að stórum viðburðum,“ hefur Sky Sports eftir Sturgeon. Rúmlega 6300 manns sáu fyrsta leik Aberdeen í skosku úrvalsdeildinni um helgina þar sem þeir unnu 2-0 sigur á Dundee á heimavelli sínum Pittodrie. Breiðablik sækir Aberdeen heim í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn í næstu viku, eftir að nýjar reglur taka gildi, og má því búast við töluvert fleirum á Pittodrie, sem tekur rúmlega 20 þúsund manns í sæti. Fyrri leikur liðanna er á fimmtudagskvöld á Laugardalsvelli, þar sem Kópavogsvöllur uppfyllir ekki kröfur UEFA á þessu stigi keppninnar. Ekki má fylla stúkuna þar vegna 200 manna samkomutakmarkana hér á landi. Leikurinn hefst klukkan 19:00 á fimmtudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Sjá meira