Yljar sér enn við að hafa pissað upp á jökli á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. ágúst 2021 13:15 Kit Harrington var reglulegur gestur á Íslandi. MYND/GETTY/KEARSTIN PETERSON Game of Thrones stjarnan Kit Harrington er sannkallaður Íslandsvinur eftir að hafa eytt dágóðum tíma hér á landi við gerð þáttanna ofurvinsælu. Hann segir að eitt augnablik hér á landi nýtist honum alltaf þegar hann verður pirraður í vinnunni. Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi. Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag. „Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington. „Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““ Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum. Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli Hollywood Game of Thrones Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34 Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06 Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Harrington lék eitt af aðalhlutverkunum í Game of Thrones, hlutverk Jon Snow. Töluverður hluti af sögulínu hans var tekinn upp hér á landi og eyddi Harrington því drjúgum tíma á Íslandi. Í viðtali við útvarpsmanninn Jess Cagle lýsti Harrington augnablikinu sem hann upplifði hér á landi sem nýtist honum vel enn þann dag í dag. „Við vorum að taka upp á þessum stórkostlega jökli á Íslandi. Ég skrapp frá og pissaði, bara einhvers staðar í óbyggðum Íslands,“ hefur EW eftir Harrington. „Ég leit yfir jökulinn og ég hugsaði með mér: „Maður lifandi, ég er með bestu vinnu í heiminum“. Þetta hefur alltaf fylgt mér síðan. Ef ég er eitthvað fúll í vinnunni, sem kemur fyrir, þá hugsa ég um þetta augnablik og ég hugsa með mér: „Þú ert í ansi góðri vinnu.““ Á vef EW kemur fram að Harrington hafi tekið sér þetta augnablik við tökur á þáttaröð tvö, en það var þá sem hann kynntist eiginkonu sinni, Lesie Rose, sem lék Ygritte í þáttunum vinsælu. Hefur Harrington lýst því hvernig þau hafi orðið ástfangin á Íslandi við tökur á þáttunum. Fréttastofa heimsótti tökustað Game of Thrones við rætur Vatnajökuls árið 2011 og ræddi við aðstandendur. Hægt er að sjá innslagið hér fyrir neðan. Klippa: Heimsókn á tökustað - Game of Thrones á Svínafellsjökli
Hollywood Game of Thrones Íslandsvinir Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34 Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06 Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30 Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Tökur hafnar á House of the Dragon Tökur eru hafnar á þáttunum House of the Dragon, sem er úr smiðjum HBO og byggja á bókum George RR Martin, A Song of Ice and Fire og öðrum. Það eru sömu bækur og þættirnir vinsælu Game of Thrones byggðu á. 29. apríl 2021 13:34
Sagði mótleikaranum að hætta að væla yfir því að hafa þurft að vinna á Íslandi Emilia Clarke, sem leikur Daenerys Targaryen í Game of Throns þáttunum sívinsælu sagði Kit Harrington, mótleikara hennar sem leikur Jon Snow, að hætta að væla yfir því að hafa þurft að taka upp atriði fyrir þættina í kuldanum á Íslandi. Aðrir leikarar hafi ekki haft það mikið betra en hann. 4. apríl 2019 15:06
Yrti ekki á Harrington í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig Game of Thrones endar Rose Leslie, eiginkona Kit Harrington, sem leikur Jon Snow í Game of Thrones þáttunum vinsælu, talaði ekki við eiginmann sinn í þrjá daga eftir að hann sagði henni hvernig síðasta þáttaröð Game of Thrones endar. 3. febrúar 2019 22:30