Mesti klaufi Ólympíuleikanna eða féll hún bara á eigin hroka? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 10:00 Shericka Jackson kom bara á léttu skokki í markið og missti af undanúrslitunum og um leið af tækifærinu að vinna til verðlauna í 200 metra hlaupinu. AP/Petr David Josek Shericka Jackson frá Jamaíku er einn besti spretthlaupari heims. Hún verður þó hvergi sjáanleg þegar keppt verður í úrslitahlaupi 200 metranna á Ólympíuleikanna í Tókýó í dag. Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira
Ástæðan er ekki getuleysi eða meiðsli heldur ótrúlegur endir á hlaupi hennar í undanrásum 200 metranna. 'That s just arrogance. Just assume your opponents can t catch you. Really poor'What on earth was she thinking?! #Olympics #Tokyo2020 https://t.co/XqnNlpdUuM— GiveMeSport (@GiveMeSport) August 2, 2021 Það er ekki hægt að kenna reynsluleysi um enda Shericka orðin 27 ára gömul. Hæfileikarnir eru til staðar og það sýndi hún í 100 metra hlaupinu þar sem hún fékk bronsverðlaun en hennar besta grein hefur verið 400 metra hlaup. Hún ætti því að vera í góðum málum í 200 metra hlaupinu. Þá snúum við okkur aftur að undanrásum í 200 metra hlaupi. Shericka Jackson keyrði vel af stað og var í frábærum málum í öðru sætinu eftir fyrstu 150 metrana. Af einhverri ástæðu þá ákvað Shericka hins vegar allt í einu að slaka á og skokka síðustu 50 metrana í marki. Landi hennar Usain Bolt var þekktur fyrir að gera þetta þegar hann var að rústa sínum hlaupum en hvort sem það var hroki eða hugsunarleysi þá tókst Shericku með þessu algjörlega að klúðra hlaupinu. Hún kom í mark á 23.26 sekúndum en hafði þá missti þrjár fram úr sér, Lorene Bazolo frá Portúgal, Dalia Kaddari frá Ítalíu og Anthonique Strachan frá Bahamaeyjum. Þær komust allar áfram en Jackson sat eftir þar sem tíminn hennar var ekki nógu góður. Hún missti því ekki aðeins af úrslitahlaupinu heldur líka af undanúrslitahlaupinu. Jamaíka vann þrefalt í 100 metra hlaupinu og átti einnig möguleika á að koma þremur á pall í 200 metra hlaupinu. Af því verður ekki og Shericka hefur verið gagnrýnd harðlega í heimalandinu. Hér fyrir neðan má sjá hlaupið og þennan stórfurðulega endi. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Jamaíka Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Vigdís Lilja á skotskónum Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Sjá meira