Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2021 22:49 Eggert Eyjólfsson segir stöðuna á bráðamóttökunni alvarlega. Vísir/Vilhelm Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Útsending komin í lag Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31