Sport

Fyrsta transkonan til að keppa á Ólympíuleikum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Laurel Hubbard.
Laurel Hubbard. vísir/Getty

Hin nýsjálenska Laurel Hubbard braut blað í sögu Ólympíuleikanna þegar hún tók þátt á leikunum í Tókýó í gær.

Hubbard er lyftingakona en þátttaka hennar stóð þó stutt þar sem henni tókst ekki að ná gildri lyftu í snörun þegar hún tók þátt í +87 kílógramma flokki á leikunum og var hún þar með úr leik.

Þátttaka hennar þó söguleg þar sem hún er fyrsta transkonan til að keppa á Ólympíuleikunum.

Hubbard er 43 ára gömul og gekkst undir kynleiðréttingu fyrir níu árum síðan.

Ekki er útilokað að önnur transkona muni taka þátt á leikunum í ár en hin bandaríska Chelsea Wolfe er varamaður í BMX hjólreiða liði Bandaríkjanna og er því til taks í Tókýó ef meiðsli kæmu upp í bandaríska liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×