Kathy Griffin er með lungnakrabbamein Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 16:29 Grínistinn og Íslandsvinurinn Kathy Griffin hefur greinst með lungnakrabbamein. Getty/Vivien Killiea Grínistinn Kathy Griffin hefur greinst með lungnakrabbamein á fyrsta stigi. Griffin deildi fréttunum á Instagram-síðu sinni fyrr í dag og kveðst hún vera bjartsýn. Í tilkynningunni segir hin sextíu ára gamla Griffin að hún muni undirgangast aðgerð þar sem helmingur af vinstra lunga hennar verður fjarlægður. „Já ég er með lungnakrabbamein jafnvel þó ég hafi aldrei reykt!,“ segir grínistinn á Instagram-síðu sinni. Hún segir að læknarnir séu bjartsýnir enda hafi krabbameinið fundist á fyrsta stigi. Hún segist vonast til þess að þurfa hvorki að undirgangast lyfjameðferð né geislameðferð. „Ég ætti að vera komin á fullt aftur innan mánaðar eða svo.“ Griffin tekur fram að hún sé full bólusett og telur að annars hefðu afleiðingarnar orðið mun alvarlegri. „Gerið þið það, farið í reglulegar heilsufarsskoðanir. Það mun bjarga lífi ykkar,“ segir Griffin. Griffin hefur misst tvö systkini úr krabbameini á síðustu árum. Gary, bróðir hennar, lést úr fjórða stigs krabbameini í vélinda árið 2014, þá 63 ára gamall. Þá barðist systir hennar, Joyce, við krabbamein árið 2017 og vakti það athygli þegar Griffin rakaði af sér hárið henni til stuðnings. Joyce lést þó í september sama ár, þá 65 ára gömul. Griffin kom hingað til lands árið 2017 og var með uppistand í Eldborgarsal Hörpu. View this post on Instagram A post shared by Kathy Griffin (@kathygriffin) Hollywood Bandaríkin Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
Í tilkynningunni segir hin sextíu ára gamla Griffin að hún muni undirgangast aðgerð þar sem helmingur af vinstra lunga hennar verður fjarlægður. „Já ég er með lungnakrabbamein jafnvel þó ég hafi aldrei reykt!,“ segir grínistinn á Instagram-síðu sinni. Hún segir að læknarnir séu bjartsýnir enda hafi krabbameinið fundist á fyrsta stigi. Hún segist vonast til þess að þurfa hvorki að undirgangast lyfjameðferð né geislameðferð. „Ég ætti að vera komin á fullt aftur innan mánaðar eða svo.“ Griffin tekur fram að hún sé full bólusett og telur að annars hefðu afleiðingarnar orðið mun alvarlegri. „Gerið þið það, farið í reglulegar heilsufarsskoðanir. Það mun bjarga lífi ykkar,“ segir Griffin. Griffin hefur misst tvö systkini úr krabbameini á síðustu árum. Gary, bróðir hennar, lést úr fjórða stigs krabbameini í vélinda árið 2014, þá 63 ára gamall. Þá barðist systir hennar, Joyce, við krabbamein árið 2017 og vakti það athygli þegar Griffin rakaði af sér hárið henni til stuðnings. Joyce lést þó í september sama ár, þá 65 ára gömul. Griffin kom hingað til lands árið 2017 og var með uppistand í Eldborgarsal Hörpu. View this post on Instagram A post shared by Kathy Griffin (@kathygriffin)
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira