Innlent

Nýtt farsóttarhús opnað í dag

Elísabet Inga Sigurðardóttir og skrifa
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.
Gylfi Þór Þorsteinsson umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Stöð 2/Egill

Nýtt farsóttarhús verið tekið í gagnið í dag þar sem hin eru yfirfull. Um er að ræða Hótel Storm í Þórunnartúni.

„Þangað eru væntanlegir þrjátíu ferðamenn sem greindust smitaðir í gær,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Um áttatíu herbergi eru á hótelinu.

Heil­brigðis­ráð­herra hefur tekið á­kvörðun um að breyta reglu­gerð sinni um far­sóttar­hús þannig að húsin verði að­eins fyrir þá sem þurfa að vera í ein­angrun. Breytingin tekur þó ekki gildi fyrr en í næstu viku og segir Gylfi Þór að hún muni létta mjög á starfseminni. 

Greint var frá því á föstudaginn að smitaðir fái ekki pláss til að taka út ein­angrun sína. Einhverjir hafa þurft að dvelja í bílum sínum því þeir hafa ekki átt í önnur hús að vernda.

Gylfi segist ekki vita um neinn sýktan í biðstöðu, enda pláss á nýja farsóttarhúsinu.


Tengdar fréttir

Starfs­maður á Grund greindist smitaður

Starfs­maður á hjúkrunar­heimili Grundar við Hring­braut greindist já­kvæður fyrir Co­vid-19 í gær­kvöldi. Hann vinnur á deildunum Litlu Grund og Minni Grund.

„Ég held að við getum ekki farið að hrósa neinu happi“

Að minnsta kosti 83 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Samskiptastjóri almannavarna segir að færri sýni hafi verið tekin í gær en dagana á undan og því of snemmt að hrósa happi. Mikið álag er á símaveri Covid-19 göngudeildarinnar. 

83 greindust innanlands

Að minnsta kosti 83 greindust með kórónuveirusmit hér innanlands eftir sýnatökur í gær. Af þeim sem greind­ust inn­an­lands í gær voru 42 í sótt­kví en 41 utan sóttkvíar við greiningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×