Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 08:45 Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, (vinstri) og forveri hans í starfi Carl Baudenbacher (hægri). Baudenbacher gegndi stöðunni frá árinu 1995 til ársins 2018. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“. Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““ Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““
Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17