Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 08:45 Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, (vinstri) og forveri hans í starfi Carl Baudenbacher (hægri). Baudenbacher gegndi stöðunni frá árinu 1995 til ársins 2018. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“. Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““ Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““
Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17