Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins fer hörðum orðum um Pál Hreinsson Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 1. ágúst 2021 08:45 Páll Hreinsson, forseti EFTA-dómstólsins, (vinstri) og forveri hans í starfi Carl Baudenbacher (hægri). Baudenbacher gegndi stöðunni frá árinu 1995 til ársins 2018. Carl Baudenbacher, fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, fer afar hörðum orðum um eftirmann sinn Pál Hreinsson í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Hann segir Pál hafa glatað sjálfstæði sínu, hafi hann einhvern tíma verið sjálfstæður yfir höfuð, því hann „starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið“. Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““ Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Það er fáheyrt að fyrrverandi forseti dómstóls gagnrýni eftirmann sinn svo harðlega en Baudenbacher hefur grein sína á að rekja tvö ráðgefandi álit sem EFTA-dómstóllinn gaf út þann 30. júní síðastliðinn í málum sem tengdust því sem hann kallar „hið norska velferðarhneyksli“. „Þessir tveir úrskurðir marka nýjasta lágpunktinn í þróun sem hófst snemma árs 2018, þegar Páll Hreinsson varð forseti EFTA-dómstólsins,“ skrifar Baudenbacher í greininni. „Frá þeim tíma hefur EFTA-dómstóllinn tekið óhóflega vinsamlega afstöðu gagnvart norska ríkinu á kostnað borgara og fyrirtækja.“ Þannig sakar hann Pál um að hafa augljósa tilhneigingu til að dæma mál norska ríkinu í vil og nefnir nokkur dæmi norskra dómsmála sem hafa farið fyrir dóminn. Dómstólar í Evrópu hafi misst álit á dómstóli Páls Hann segir íslenska dómstóla hafa misst álit á EFTA-dómstólnum og því séu þeir hættir að vísa mikilvægum málum þangað: „Íslensku dómstólarnir, sem áður vísuðu ýmsum mikilvægustu málum sínum til EFTA-dómstólsins og framfylgdu úrskurðum hans af samviskusemi, hafa nánast hætt að vísa málum til Lúxemborgar, að því er virðist af því að þeir gera sér grein fyrir því sem nú er upp á teningnum,“ skrifa Baudenbacher. „Norsku dómstólarnir halda hins vegar vísunum sínum áfram. Ólíkt því sem gerist á Íslandi eru norsku dómstólarnir þéttskipaðir fyrrverandi kerfiskörlum, sem eru ósjaldan reiðubúnir að hlíta pólitískum merkjasendingum og dæma ríkinu í hag. Séð frá því sjónarhorni eru viðhorf þeirra skiljanleg.“ Flestir dómstólar Evrópusambandsins hafa nú nánast hætt öllum réttarfarslegum samskiptum við EFTA-dómstólinn, að sögn Baudenbachers. Hann segir þetta hafa veikt stöðu EFTA-stoðarinnar gagnvart ESB. Hann segir þá hæpið að úrskurður eins og sá sem var kveðinn upp í Icesave-málinu 2013 hlyti samþykki Evrópusambandsins. Hægt að véfengja alla dóma Páls „Loks er það eftir öllu að forseti EFTA-dómstólsins, Páll Hreinsson, starfar í hjáverkum fyrir íslenska forsætisráðuneytið, að því er virðist gegn þóknun,“ skrifar fyrrverandi forseti dómstólsins. Og nefnir þar sérfræðingsálit sem Páll skrifaði fyrir ráðuneytið haustið 2020 um lögmæti takmarkana á grundvallarréttindum í Covid-faraldrinum. Hann segir Pál þarna fjalla um svið sem heyrir undir lögin um Evrópska efnahagssvæðið fyrir ríkisstjórnina. Álitsgerðin hafi verið málamyndaskjal þar sem ríkisstjórninni væri gefnar nánast frjálsar hendur. „Hafi Páll Hreinsson nokkurn tíma verið sjálfstæður hefur hann með þessu glatað sjálfstæði sínu.“ Hann segir að nú sé hægt að véfengja hvern þann dóm sem kveðinn hefur verið upp með aðkomu Páls. Baudenbacher lýkur svo grein sinni á þessum orðum: „Mér er ljóst að það er óvanalegt að fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, sem starfandi er á eigin vegum, skrifi grein sem þessa. En óvenjulegar aðstæður kalla á óvenjulegar aðgerðir. Eins og franski tilvistarstefnuheimspekingurinn Jean-Paul Sartre skrifaði: „Öll orð hafa afleiðingar. Sama gildir um alla þögn.““
Dómstólar Noregur Utanríkismál EFTA Tengdar fréttir Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Páll orðinn forseti EFTA-dómstólsins Páll Hreinsson hefur verið skipaður forseti EFTA-dómstólsins frá og með 1. janúar síðastliðnum. 3. janúar 2018 11:17