Norskum áhrifavöldum skylt að tilgreina ef búið er að eiga við sjálfsmyndirnar Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 29. júlí 2021 12:16 Emma Ellingsenn er einn stærsti áhrifavaldurinn í Noregi. Hún er með í kringum 705 þúsund fylgjendur og því má ætla að hún sé fyrirmynd fyrir ansi mörg ungmenni. Skjáskot/instagram Fyrr í mánuðinum voru lög samþykkt í Noregi sem skylda áhrifavalda til þess að merkja þær myndir sérstaklega sem búið er að eiga við. Lögin taka gildi í júlí á næsta ári og munu brot á þeim varða sekt. Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“ Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira
Lögin eru hugsuð til þess að vernda almenning og þá sérstaklega ungt fólk fyrir þeim sálræna skaða sem óraunhæfar glansmyndir á internetinu kunna að valda. Norðmenn eru þó ekki þeir fyrstu til þess að grípa til slíkra aðgerða, en Frakkar samþykktu samskonar lög árið 2017. Lögin taka gildi í Noregi í júlí á næsta ári. Þau munu eiga við um myndir eða myndskeið af fólki þar sem búið er að eiga við líkamann, stærð hans eða áferð. Þó virðast reglurnar ekki eiga við um það ef marblettur er hulinn eða hári er breytt. Unglingsstúlkur láta blekkjast Rannsókn frá árinu 2016 sýnir fram á að bein tengsl eru á milli þess að skoða sjálfsmyndir á Instagram sem búið er að eiga við og lélegrar líkamsímyndar á meðal unglingsstúlkna. Þá sýndi rannsóknin fram á það að unglingsstúlkurnar trúðu því að breyttu myndirnar væru raunverulegar og fannst þeim þær fallegri og meira aðlaðandi heldur en óbreyttu og upprunalegu myndirnar. Með því að hafa breyttu myndirnar sérstaklega merktar, sé fylgjendum gert ljóst að myndirnar séu ósamanburðarhæfar og þannig reynt að sporna við óheilbrigðum útlitsviðmiðum. Sérfræðingar efast þó um að þessi nýju lög muni hafa tilætluð áhrif og telja að þau gætu frekar haft neikvæð áhrif. Norski áhrifavaldurinn Madeleine Pedersenn fagnar nýju lögunum.Skjáskot/instagram „Þetta er eins og að setja plástur á opið sár í stað þess að tækla rót vandans,“ segir Sophia Choukas-Bradley, aðstoðarprófessor í sálfræði og heilavísindum við Háskólann í Delaware. Hún stundar rannsóknir á áhrifum samfélagsmiðla á ungmenni. Þrátt fyrir að hún telji samfélagsmiðla hafa gríðarleg áhrif á líkamsímynd ungmenna, telur hún að það skuli fara varlega í að taka djarfar ákvarðanir sem þessa, án þess að skilja langtíma afleiðingar þeirra. Reid Ivar Bjorland Dahl, ritari hjá barna- og fjölskylduráðuneyti Noregs, tekur þó fram að samhliða þessum nýju lögum verði einnig ráðist í frekari aðgerðir. Norskir áhrifavaldar virðast taka vel í nýju lögin. Áhrifavaldurinn Madeleine Pedersen segist sjálf hafa glímt við neikvæða líkamsímynd vegna samfélagsmiðla. „Það versta er að ég veit ekki einu sinni hvort þær stelpur sem ég hef litið upp til hafa átt við myndirnar sínar eða ekki. Þess vegna þurfum við svör - við þurfum þessi lög.“
Noregur Samfélagsmiðlar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Fleiri fréttir Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Sjá meira