Innlent

Tjaldsvæði á Suðurlandi eru að fyllast af fólki

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Það fer mikill tími hjá Steinunni á hverjum degi að svara símtölum frá fólki, sem vill komast á tjaldsvæðið til hennar í Reykholti í Bláskógabyggð.
Það fer mikill tími hjá Steinunni á hverjum degi að svara símtölum frá fólki, sem vill komast á tjaldsvæðið til hennar í Reykholti í Bláskógabyggð. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Tjaldsvæði á Suðurlandi eru við það að fyllast af fóki enda spáir góðu veðri þar næstu daga. Strangar sóttvarnarreglur munu gilda á tjaldsvæðunum.

Steinunn Bjarnadóttir, umsjónarmaður tjaldsvæðisins í Reykholti í Bláskógabyggð svarar tugum símtala á dag þar sem hún er spurð hvort það sé laust á tjaldsvæðinu hjá henni enda virðist straumurinn liggja þessa dagana og um verslunarmannahelgina á Suðurland.

„Já, straumurinn liggur á Suðurland þessa dagana fyrst að við fáum svona frábært veður fyrir marga í lok sumarfrís, það er bara meiriháttar. Við erum með hólf 1, 2 og 3 og tökum inn 100 til 120 í hvert hólf. Þannig ætlum við að hafa þetta og biðlum til fólks að sýna aðgát og vera ekki að fara á milli hólfa,“ segir Steinunn.

Tjaldgesti hlakkar til helgarinnar í Reykholti.

„Já, já, við sitjum þetta bara af okkur hérna í sólinni, förum ekkert annað. Við bara pössum okkur og verjum okkur, verðum bara hér saman vinirnir,“ segir Jónína Sigurjónsdóttir, gestur á tjaldsvæðinu

Jónína Sigurjónsdóttir, sem býr líka í Þorlákshöfn ætlar að láta fara vel um sig og sitt fólk í Reykholti næstu daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Það er yndislegt að vera hérna, þetta er annað sumarið, sem við erum með húsið fast hér. Við erum hér á okkar bás, við fáum engan hingað til okkar, sem við ekki viljum,“ segir Margrét Sigurðardóttir, gestur á tjaldsvæðinu.

Margrét Sigurðardóttir, sem býr í Þorlákshöfn segir frábært að vera á tjaldsvæðinu í Reykholti.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×