Apple hagnaðist um 2,7 billjónir króna Samúel Karl Ólason skrifar 27. júlí 2021 22:06 iPhone 12 hefur selst gífurlega vel. EPA/ALEX PLAVEVSKI Nýtt ársjórðungsuppgjör tæknirisans Apple, verðmætasta fyrirtækis heims, fór töluvert fram úr væntingum fjárfesta. Tekjur voru mun hærri en talið var og jukust um meira en þriðjung á milli ára. Þá jókst sala iPhone-síma um nærri því helming. Uppgjörið sem um ræðir nær yfir þriðja ársfjórðung uppgjörsárs Apple sem endar í lok júní. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum voru 81,41 milljarður dala, sem er 36 prósenta hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Lauslega reiknað er 81,41 milljarður dala um það bil 10,3 billjónir króna (10.300.000.000.000). Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 21,7 milljarðar dala, sem samsvarar um 2,7 billjónum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 var 2,9 billjónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Hagnaður á hvern hlut var 1,3 dalir. Í tilkynningu frá Apple segir að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að arðgreiðslur yrðu 0,22 dalir á hlut. Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi búist við rétt rúmlega einum dali í hagnað á hlut og 73,3 milljarða tekjum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við uppgjör Apple er þó að sala iPhone síma jókst um 49,78 prósent á milli ára. Er þar er að mestu um góða sölu á iPhone 12 að ræða. Góður vöxtur í Kína og Ameríku Þá vegnaði Apple mjög vel á markaðssvæði Kína, sem telur Taívan og Hong Kong með. Sölutekjur þar voru 14,76 milljarðar dala, sem samsvarar 58 prósenta aukning á milli ára. Í Ameríku voru sölutekjur 39,57 prósent og er það aukning um tæp 33 prósent. Sölutekjur allra vara fyrirtækisins jukust um meira en tólf prósent á þriðja ársfjórðungi. Áhugasamir geta séð frekari tölfræði um ársfjórðungsuppgjörið, sem endaði þann 26. júní, hér á vef Apple. Í tilkynningu Apple er haft eftir Tim Cook, forstjóra Apple, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð mikla aukningu í því að fólk hafi verið að skipta úr Android-síma, yfir í iPhone. Þá er líklegt að fjórðungurinn hefði orðið enn betri fyrir fyrirtækið ef það hefði ekki orðið fyrir barðinu á skorti á hálfleiðurum, sem hefur komið niður á framleiðslu um heiminn allan. Sá skortur kom mest niður á framleiðslu Mac-tölva og spjaldtölva Apple, samkvæmt Cook. Hann segir einnig að skorturinn hafi ekki komið jafn mikið niður á rekstrinum og óttast var. Uppfært: Áður stóð að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 hefði verið 1,5 billjón króna. Það var ekki rétt. Apple Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Uppgjörið sem um ræðir nær yfir þriðja ársfjórðung uppgjörsárs Apple sem endar í lok júní. Tekjur fyrirtækisins á ársfjórðungnum voru 81,41 milljarður dala, sem er 36 prósenta hækkun miðað við sama tímabil í fyrra. Lauslega reiknað er 81,41 milljarður dala um það bil 10,3 billjónir króna (10.300.000.000.000). Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 21,7 milljarðar dala, sem samsvarar um 2,7 billjónum króna. Til samanburðar má benda á að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 var 2,9 billjónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands. Hagnaður á hvern hlut var 1,3 dalir. Í tilkynningu frá Apple segir að stjórn fyrirtækisins hafi ákveðið að arðgreiðslur yrðu 0,22 dalir á hlut. Í frétt CNBC segir að fjárfestar hafi búist við rétt rúmlega einum dali í hagnað á hlut og 73,3 milljarða tekjum. Það sem hefur vakið hvað mesta athygli við uppgjör Apple er þó að sala iPhone síma jókst um 49,78 prósent á milli ára. Er þar er að mestu um góða sölu á iPhone 12 að ræða. Góður vöxtur í Kína og Ameríku Þá vegnaði Apple mjög vel á markaðssvæði Kína, sem telur Taívan og Hong Kong með. Sölutekjur þar voru 14,76 milljarðar dala, sem samsvarar 58 prósenta aukning á milli ára. Í Ameríku voru sölutekjur 39,57 prósent og er það aukning um tæp 33 prósent. Sölutekjur allra vara fyrirtækisins jukust um meira en tólf prósent á þriðja ársfjórðungi. Áhugasamir geta séð frekari tölfræði um ársfjórðungsuppgjörið, sem endaði þann 26. júní, hér á vef Apple. Í tilkynningu Apple er haft eftir Tim Cook, forstjóra Apple, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi séð mikla aukningu í því að fólk hafi verið að skipta úr Android-síma, yfir í iPhone. Þá er líklegt að fjórðungurinn hefði orðið enn betri fyrir fyrirtækið ef það hefði ekki orðið fyrir barðinu á skorti á hálfleiðurum, sem hefur komið niður á framleiðslu um heiminn allan. Sá skortur kom mest niður á framleiðslu Mac-tölva og spjaldtölva Apple, samkvæmt Cook. Hann segir einnig að skorturinn hafi ekki komið jafn mikið niður á rekstrinum og óttast var. Uppfært: Áður stóð að verg landsframleiðsla Íslands árið 2020 hefði verið 1,5 billjón króna. Það var ekki rétt.
Apple Mest lesið Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira