Innlent

Karl Gauti leiðir Mið­­flokkinn í Kraganum og Gunnar Bragi í heiðurs­sæti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hér má sjá þá efstu sex sem eru í framboði fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi.
Hér má sjá þá efstu sex sem eru í framboði fyrir Miðflokkinn í Suðvesturkjördæmi. Miðflokkurinn

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, mun leiða framboðslista Miðflokksins í komandi Alþingiskosningum. Í öðru sæti er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræðingur, varaþingmaður og systir Sigumundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns flokksins.

Karl Gauti hefur setið á þingi undanfarið kjörtímabil fyrir Suðurkjördæmi en hann var fyrst í Flokki fólksins. Hann sagði svo skilið við flokkinn undir lok árs 2018 og gekk síðar til liðs við Miðflokkinn.

Í þriðja sæti á listanum er Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, nemi og aðstoðarbyggingarstjóri. Þar á eftir í fjórða sæti er Arnhildur Ásdís Kolbeins fjármálastjóri.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður og fyrrverandi ráðherra, situr í heiðurssæti á listanum en hann tilkynnti fyrr í vor að hann hygðist ekki gefa kost á sér á þing í haust.

Allan listann má sjá hér að neðan:

  1. Karl Gauti Hjaltason, Kópavogi
  2. Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir, Garðabæ 
  3. Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson, Kópavogi
  4. Arnhildur Ásdís Kolbeins, Hafnarfirði
  5. Sveinn Óskar Sigurðsson, Mosfellsbæ
  6. Hafliði Ingason, Hafnarfirði
  7. Elías Leví Elíasson, Mosfellsbæ
  8. Íris Kristína Óttarsdóttir, Garðabæ
  9. Þórunn Magnea Jónsdóttir, Mosfellsbæ
  10. Brynjar Vignir Sigurjónsson, Mosfellsbæ
  11. Haraldur Anton Haraldsson, Kópavogi
  12. Kolbeinn Helgi Kristjánsson, Mosfellsbæ
  13. Jón Kristján Brynjarsson, Garðabæ
  14. Þorleifur Andri Harðarson, Mosfellsbæ
  15. Katrín Eliza Bernhöft, Kópavogi
  16. Elena Alda Árnason, Garðabæ
  17. Valborg Anna Ólafsdóttir, Mosfellsbæ
  18. Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Kópavogi
  19. Bryndís Þorsteinsdóttir, Garðabæ
  20. Smári Guðmundsson, Seltjarnarnesi
  21. Ásbjörn Baldursson, Kópavogi
  22. Helena Helma Markan, Seltjarnarnesi
  23. Aðalsteinn J. Magnússon, Garðabæ
  24. Alexandra Einarsdóttir, Hafnarfirði
  25. Sigrún Aspelund, Garðabæ
  26. Gunnar Bragi Sveinsson, Reykjavík



Fleiri fréttir

Sjá meira


×