Sautján ára stelpa sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júlí 2021 09:30 Lydia Jacoby trúði varla eigin augum þegar hún sá að hún hafði unnið gullið. AP/Matthias Schrader Það voru söguleg úrslit í sundkeppni Ólympíuleikanna í Tókýó í nótt. Bandaríkjamenn töpuðu þá baksundi í fyrsta sinn síðan á leikunum 1992 en eignuðust um leið sinn fyrsta Ólympíumeistara frá Alaska. Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira
Lydia Jacoby varð sú fyrsta frá Alaska til að vinna Ólympíugull þegar hún vann mjög óvæntan sigur í 100 metra bringusundi. Jacoby kom í mark á 1:04.95 mín. og var á undan Tatjana Schoenmaker frá Suður Afríku og ríkjandi Ólympíumeistara, Lilly King frá Bandaríkjunum. Lilly King hafði ekki tapað í þessari grein síðan í desember 2016. What an upset!17-year-old #USA swimmer Lydia Jacoby springs a surprise in the women's 100m breaststroke with gold at her debut Olympic Games.#Swimming @fina1908 @TeamUSA pic.twitter.com/Qdww7I9Eum— Olympics (@Olympics) July 27, 2021 „Ég ætlaði mér á verðlaunapall og ég vissi að ég gæti það. Ég bjóst hins vegar ekki við gullverðlaununum og það var því algjör klikkun að horfa upp á úrslitatöfluna,“ sagði hin sautján ára gamla Lydia Jacoby. Jacoby er ein sú yngsta hjá Bandaríkjunum til að vinna Ólympíugull í sundi en á síðustu tuttugu árum hafa aðeins þær Katie Ledecky og Missy Franklin verið yngri. Jacoby er frá Seward í Alaska en flutti til Anchorage fyrr á þessu ári til að æfa. Hún er einnig fyrsta sundkonan frá Alaska til að keppa á Ólympíuleikunum og aðeins tíundi íþróttamaðurinn í sögu leikanna sem kemur frá þessu nyrsta fylki Bandaríkjanna. American Lydia Jacoby, 17, wins a surprise gold medal in the women s 100-meter breaststroke at the Tokyo Games. https://t.co/93CccpvJOZ— The Washington Post (@washingtonpost) July 27, 2021 „Ég er spennt fyrir hönd Lydiu. Það er gaman að sjá framtíð bandaríska bringusundsins koma fram og fá tækifæri til að keppa við hana. Ég vissi að hún væri ógn og ég sé mikið af sjálfri mér í henni,“ sagði bronskonan og fyrrum Ólympíumeistari í þessari grein, Lilly King. Rússar unnu tvöfalt í 100 metra baksundi, Evgeny Rylov varð Ólympíumeistari á 51,98 sekúndum og Kliment Kolesnikov varð annar á 52,00 sekúndum. Bandaríkjamenn höfðu ekki tapað í þessari grein á leikunum síðan 1992 en ríkjandi Ólympíumeistari, Ryan Murphy, varð að sætta sig við bronsið á 52.19 sekúndum. 17-year-old Lydia Jacoby won gold in the Women's 100m Breaststroke. The only younger USA swimmers to win an individual gold in the past 20 years are Katie Ledecky (15) and Missy Franklin (17). pic.twitter.com/6Ni8krJ5w9— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 27, 2021 Kaylee McKeown frá Ástralíu vann 100 metra baksund kvenna á nýju Ólympíumeti, 57.47 sekúndum, þar sem Kylie Masse frá Kanada fékk silfur og hin bandaríska Regan Smith tók bronsið. Thomas Dean frá Bretland vann 200 metra skriðsundið á 1:44.22 mín. þar sem landi hans, Duncan Scott, varð annar á 1:44.26 mín. Bandaríkjamenn komust ekki á pall í 200 metra skriðsundi þar sem Brasilíumaðurinn Fernando Scheffer fékk brons.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bandaríkin Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Sjá meira