Kopardrottningin sem ætlar að verða best í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Barbra Banda hefur skorað tvær þrennur á Ólympíuleikunum. getty/Pablo Morano Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna í Tókýó er fótboltakonan Barbra Banda frá Sambíu. Hún hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækur Ólympíuleikanna. Hin 21 árs Banda hefur skorað þrennu í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á Ólympíuleikunum. Kopardrottningarnar, eins og sambíska liðið er stundum kallaðar, hefur samt bara náð í eitt stig í F-riðli Ólympíuleikanna. Banda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 10-3 tapi fyrir Evrópumeisturum Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar. Hún skoraði svo aðra þrennu í ævintýralegu 4-4 jafntefli við Kína í 2. umferðinni. Barbra Banda's #Tokyo2020 so far: Wednesday: Saturday: It's her world, and we're all just living in it. #StrongerTogether | #ZAM | @FIFAWWC @FAZFootball pic.twitter.com/il479QYnfZ— Olympics (@Olympics) July 24, 2021 Banda er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í tveimur leikjum á Ólympíuleikum og er þegar búin að jafna metið yfir flest mörk skoruð á einum leikum. Hún er markahæst á Ólympíuleikunum í Tókýó ásamt hinni hollensku Vivianne Miedema. Þá hefur enginn afrískur leikmaður skorað meira á Ólympíuleikunum en Banda. Barbra Banda is now tied for the most goals scored by an African player at an @Olympics. Male or female. Kalusha Bwalya (Zambia, 1988) and Kwame Ayew (Ghana, 1992) also scored six goals. pic.twitter.com/Eklvmn6hY4— Craig Hadley (@craighadlee) July 24, 2021 Sambía er engin fótboltastórþjóð. Kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM og er í 104. sæti heimslistans. Til samanburðar er Ísland í 17. sæti listans. Sambía mætti Kamerún í úrslitum umspils um sæti á Ólympíuleikunum. Kamerún vann fyrri leikinn, 3-2, en Sambía þann seinni, 2-1. Sambíska liðið komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Banda lagði upp tvö af fjórum mörkum Sambíu í umspilinu. Banda leikur með Shanghai Shengli í kínversku úrvalsdeildinni en félagið gerði hana að þriðju dýrustu fótboltakonu allra tíma þegar það keypti hana frá spænska liðinu Logrono. Banda var markahæst í kínversku deildinni á síðasta tímabili með átján mörk í þrettán leikjum. Banda er ekki bara aðalmarkaskorari Sambíu heldur einnig fyrirliði liðsins.getty/Pablo Morano Helsta átrúnaðargoð Böndu er Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Juventus. „Ég er hrifin af því hvernig Ronaldo spilar. Við búum yfir sömu styrkleikum. Ég hleyp mikið og gerir gabbhreyfingar, eitthvað óvænt sem þú býst ekki við,“ sagði Banda. Í lokaumferð riðlakeppninnar í dag mæta Banda og stöllur hennar í sambíska liðinu Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 11:30. Sambía þarf sigur til að eiga möguleika á að komast áfram sem annað tveggja liða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Líkurnar eru ekki með Sambíu í liði, enda liðið með sjö mörk í mínus, en Banda er allavega búin að stimpla sig inn á stóra sviðinu eins og hún ætlaði að gera. Og hún er ekki hætt. Hún stefnir hátt og alla leið á toppinn. Banda skoraði þrennu gegn hollensku Evrópumeisturunum.getty/Pablo Morano „Það er gott að skrifa sig í sögubækurnar þegar tækifærið gefst og ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og setja fleiri met,“ sagði Banda. „Ég á enn langa leið fyrir höndum og verð að vera öguð því ég stefni að því að verða best í heimi.“ Banda var ánægð með hversu mikið sambíska liðið hefur bætt sig frá tapinu stóra fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. „Við sýndum miklar framfarir frá fyrsta leiknum. Við vildum vinna Kína en urðum að sætta okkur við jafntefli. Liðsandinn er góður. Við vinnum saman sem lið og hlökkum til leiksins gegn Brasilíu. Við trúum enn að við getum gert eitthvað í þeim leik,“ sagði Banda. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fótbolti Sambía Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Sjá meira
Hin 21 árs Banda hefur skorað þrennu í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á Ólympíuleikunum. Kopardrottningarnar, eins og sambíska liðið er stundum kallaðar, hefur samt bara náð í eitt stig í F-riðli Ólympíuleikanna. Banda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 10-3 tapi fyrir Evrópumeisturum Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar. Hún skoraði svo aðra þrennu í ævintýralegu 4-4 jafntefli við Kína í 2. umferðinni. Barbra Banda's #Tokyo2020 so far: Wednesday: Saturday: It's her world, and we're all just living in it. #StrongerTogether | #ZAM | @FIFAWWC @FAZFootball pic.twitter.com/il479QYnfZ— Olympics (@Olympics) July 24, 2021 Banda er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í tveimur leikjum á Ólympíuleikum og er þegar búin að jafna metið yfir flest mörk skoruð á einum leikum. Hún er markahæst á Ólympíuleikunum í Tókýó ásamt hinni hollensku Vivianne Miedema. Þá hefur enginn afrískur leikmaður skorað meira á Ólympíuleikunum en Banda. Barbra Banda is now tied for the most goals scored by an African player at an @Olympics. Male or female. Kalusha Bwalya (Zambia, 1988) and Kwame Ayew (Ghana, 1992) also scored six goals. pic.twitter.com/Eklvmn6hY4— Craig Hadley (@craighadlee) July 24, 2021 Sambía er engin fótboltastórþjóð. Kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM og er í 104. sæti heimslistans. Til samanburðar er Ísland í 17. sæti listans. Sambía mætti Kamerún í úrslitum umspils um sæti á Ólympíuleikunum. Kamerún vann fyrri leikinn, 3-2, en Sambía þann seinni, 2-1. Sambíska liðið komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Banda lagði upp tvö af fjórum mörkum Sambíu í umspilinu. Banda leikur með Shanghai Shengli í kínversku úrvalsdeildinni en félagið gerði hana að þriðju dýrustu fótboltakonu allra tíma þegar það keypti hana frá spænska liðinu Logrono. Banda var markahæst í kínversku deildinni á síðasta tímabili með átján mörk í þrettán leikjum. Banda er ekki bara aðalmarkaskorari Sambíu heldur einnig fyrirliði liðsins.getty/Pablo Morano Helsta átrúnaðargoð Böndu er Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Juventus. „Ég er hrifin af því hvernig Ronaldo spilar. Við búum yfir sömu styrkleikum. Ég hleyp mikið og gerir gabbhreyfingar, eitthvað óvænt sem þú býst ekki við,“ sagði Banda. Í lokaumferð riðlakeppninnar í dag mæta Banda og stöllur hennar í sambíska liðinu Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 11:30. Sambía þarf sigur til að eiga möguleika á að komast áfram sem annað tveggja liða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Líkurnar eru ekki með Sambíu í liði, enda liðið með sjö mörk í mínus, en Banda er allavega búin að stimpla sig inn á stóra sviðinu eins og hún ætlaði að gera. Og hún er ekki hætt. Hún stefnir hátt og alla leið á toppinn. Banda skoraði þrennu gegn hollensku Evrópumeisturunum.getty/Pablo Morano „Það er gott að skrifa sig í sögubækurnar þegar tækifærið gefst og ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og setja fleiri met,“ sagði Banda. „Ég á enn langa leið fyrir höndum og verð að vera öguð því ég stefni að því að verða best í heimi.“ Banda var ánægð með hversu mikið sambíska liðið hefur bætt sig frá tapinu stóra fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. „Við sýndum miklar framfarir frá fyrsta leiknum. Við vildum vinna Kína en urðum að sætta okkur við jafntefli. Liðsandinn er góður. Við vinnum saman sem lið og hlökkum til leiksins gegn Brasilíu. Við trúum enn að við getum gert eitthvað í þeim leik,“ sagði Banda.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fótbolti Sambía Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti KR - Njarðvík | Heimamenn vilja svara fyrir skellinn Körfubolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Sjá meira