Kopardrottningin sem ætlar að verða best í heimi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. júlí 2021 09:01 Barbra Banda hefur skorað tvær þrennur á Ólympíuleikunum. getty/Pablo Morano Ein óvæntasta stjarna Ólympíuleikanna í Tókýó er fótboltakonan Barbra Banda frá Sambíu. Hún hefur þegar skráð nafn sitt í sögubækur Ólympíuleikanna. Hin 21 árs Banda hefur skorað þrennu í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á Ólympíuleikunum. Kopardrottningarnar, eins og sambíska liðið er stundum kallaðar, hefur samt bara náð í eitt stig í F-riðli Ólympíuleikanna. Banda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 10-3 tapi fyrir Evrópumeisturum Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar. Hún skoraði svo aðra þrennu í ævintýralegu 4-4 jafntefli við Kína í 2. umferðinni. Barbra Banda's #Tokyo2020 so far: Wednesday: Saturday: It's her world, and we're all just living in it. #StrongerTogether | #ZAM | @FIFAWWC @FAZFootball pic.twitter.com/il479QYnfZ— Olympics (@Olympics) July 24, 2021 Banda er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í tveimur leikjum á Ólympíuleikum og er þegar búin að jafna metið yfir flest mörk skoruð á einum leikum. Hún er markahæst á Ólympíuleikunum í Tókýó ásamt hinni hollensku Vivianne Miedema. Þá hefur enginn afrískur leikmaður skorað meira á Ólympíuleikunum en Banda. Barbra Banda is now tied for the most goals scored by an African player at an @Olympics. Male or female. Kalusha Bwalya (Zambia, 1988) and Kwame Ayew (Ghana, 1992) also scored six goals. pic.twitter.com/Eklvmn6hY4— Craig Hadley (@craighadlee) July 24, 2021 Sambía er engin fótboltastórþjóð. Kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM og er í 104. sæti heimslistans. Til samanburðar er Ísland í 17. sæti listans. Sambía mætti Kamerún í úrslitum umspils um sæti á Ólympíuleikunum. Kamerún vann fyrri leikinn, 3-2, en Sambía þann seinni, 2-1. Sambíska liðið komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Banda lagði upp tvö af fjórum mörkum Sambíu í umspilinu. Banda leikur með Shanghai Shengli í kínversku úrvalsdeildinni en félagið gerði hana að þriðju dýrustu fótboltakonu allra tíma þegar það keypti hana frá spænska liðinu Logrono. Banda var markahæst í kínversku deildinni á síðasta tímabili með átján mörk í þrettán leikjum. Banda er ekki bara aðalmarkaskorari Sambíu heldur einnig fyrirliði liðsins.getty/Pablo Morano Helsta átrúnaðargoð Böndu er Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Juventus. „Ég er hrifin af því hvernig Ronaldo spilar. Við búum yfir sömu styrkleikum. Ég hleyp mikið og gerir gabbhreyfingar, eitthvað óvænt sem þú býst ekki við,“ sagði Banda. Í lokaumferð riðlakeppninnar í dag mæta Banda og stöllur hennar í sambíska liðinu Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 11:30. Sambía þarf sigur til að eiga möguleika á að komast áfram sem annað tveggja liða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Líkurnar eru ekki með Sambíu í liði, enda liðið með sjö mörk í mínus, en Banda er allavega búin að stimpla sig inn á stóra sviðinu eins og hún ætlaði að gera. Og hún er ekki hætt. Hún stefnir hátt og alla leið á toppinn. Banda skoraði þrennu gegn hollensku Evrópumeisturunum.getty/Pablo Morano „Það er gott að skrifa sig í sögubækurnar þegar tækifærið gefst og ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og setja fleiri met,“ sagði Banda. „Ég á enn langa leið fyrir höndum og verð að vera öguð því ég stefni að því að verða best í heimi.“ Banda var ánægð með hversu mikið sambíska liðið hefur bætt sig frá tapinu stóra fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. „Við sýndum miklar framfarir frá fyrsta leiknum. Við vildum vinna Kína en urðum að sætta okkur við jafntefli. Liðsandinn er góður. Við vinnum saman sem lið og hlökkum til leiksins gegn Brasilíu. Við trúum enn að við getum gert eitthvað í þeim leik,“ sagði Banda. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fótbolti Sambía Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira
Hin 21 árs Banda hefur skorað þrennu í fyrstu tveimur leikjum Sambíu á Ólympíuleikunum. Kopardrottningarnar, eins og sambíska liðið er stundum kallaðar, hefur samt bara náð í eitt stig í F-riðli Ólympíuleikanna. Banda skoraði öll þrjú mörk Sambíu í 10-3 tapi fyrir Evrópumeisturum Hollands í 1. umferð riðlakeppninnar. Hún skoraði svo aðra þrennu í ævintýralegu 4-4 jafntefli við Kína í 2. umferðinni. Barbra Banda's #Tokyo2020 so far: Wednesday: Saturday: It's her world, and we're all just living in it. #StrongerTogether | #ZAM | @FIFAWWC @FAZFootball pic.twitter.com/il479QYnfZ— Olympics (@Olympics) July 24, 2021 Banda er fyrsti leikmaðurinn sem skorar þrennu í tveimur leikjum á Ólympíuleikum og er þegar búin að jafna metið yfir flest mörk skoruð á einum leikum. Hún er markahæst á Ólympíuleikunum í Tókýó ásamt hinni hollensku Vivianne Miedema. Þá hefur enginn afrískur leikmaður skorað meira á Ólympíuleikunum en Banda. Barbra Banda is now tied for the most goals scored by an African player at an @Olympics. Male or female. Kalusha Bwalya (Zambia, 1988) and Kwame Ayew (Ghana, 1992) also scored six goals. pic.twitter.com/Eklvmn6hY4— Craig Hadley (@craighadlee) July 24, 2021 Sambía er engin fótboltastórþjóð. Kvennalandsliðið hefur aldrei komist á HM og er í 104. sæti heimslistans. Til samanburðar er Ísland í 17. sæti listans. Sambía mætti Kamerún í úrslitum umspils um sæti á Ólympíuleikunum. Kamerún vann fyrri leikinn, 3-2, en Sambía þann seinni, 2-1. Sambíska liðið komst því áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Banda lagði upp tvö af fjórum mörkum Sambíu í umspilinu. Banda leikur með Shanghai Shengli í kínversku úrvalsdeildinni en félagið gerði hana að þriðju dýrustu fótboltakonu allra tíma þegar það keypti hana frá spænska liðinu Logrono. Banda var markahæst í kínversku deildinni á síðasta tímabili með átján mörk í þrettán leikjum. Banda er ekki bara aðalmarkaskorari Sambíu heldur einnig fyrirliði liðsins.getty/Pablo Morano Helsta átrúnaðargoð Böndu er Cristiano Ronaldo, fyrirliði portúgalska landsliðsins og leikmaður Juventus. „Ég er hrifin af því hvernig Ronaldo spilar. Við búum yfir sömu styrkleikum. Ég hleyp mikið og gerir gabbhreyfingar, eitthvað óvænt sem þú býst ekki við,“ sagði Banda. Í lokaumferð riðlakeppninnar í dag mæta Banda og stöllur hennar í sambíska liðinu Brasilíu. Leikurinn hefst klukkan 11:30. Sambía þarf sigur til að eiga möguleika á að komast áfram sem annað tveggja liða með bestan árangur í 3. sæti riðlanna. Líkurnar eru ekki með Sambíu í liði, enda liðið með sjö mörk í mínus, en Banda er allavega búin að stimpla sig inn á stóra sviðinu eins og hún ætlaði að gera. Og hún er ekki hætt. Hún stefnir hátt og alla leið á toppinn. Banda skoraði þrennu gegn hollensku Evrópumeisturunum.getty/Pablo Morano „Það er gott að skrifa sig í sögubækurnar þegar tækifærið gefst og ég verð bara að halda áfram að leggja hart að mér og setja fleiri met,“ sagði Banda. „Ég á enn langa leið fyrir höndum og verð að vera öguð því ég stefni að því að verða best í heimi.“ Banda var ánægð með hversu mikið sambíska liðið hefur bætt sig frá tapinu stóra fyrir Hollandi í fyrsta leik sínum á Ólympíuleikunum. „Við sýndum miklar framfarir frá fyrsta leiknum. Við vildum vinna Kína en urðum að sætta okkur við jafntefli. Liðsandinn er góður. Við vinnum saman sem lið og hlökkum til leiksins gegn Brasilíu. Við trúum enn að við getum gert eitthvað í þeim leik,“ sagði Banda.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Fótbolti Sambía Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti 29 ára stórmeistari látinn Sport „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Sjá meira