Innlent

Skiptar skoðanir um nýjar sótt­varna­að­gerðir á Sprengi­sandi

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og Már Kristjánsson yfirlæknir á Landspítalanum munu skiptast á skoðunum um ráðstafanir vegna nýrrar bylgju Covidsmita í Sprengisandi á Bylgjunni klukkan tíu.

Kristrún Frostadóttir og Sigurður Hannesson rökræða aðgerðir hins opinbera á húsnæðismarkaði, hagstjórnarmistök eða ekki? Og velta líka fyrir sér hagrænum áhrifum þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin boðar nú.

Í beinu framhaldi mun Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fjallar um þessar sömu aðgerðir, rökin fyrir þeim, deilurnar um sóttvarnarstefnuna sem tókst að bæla niður að þessu sinni a.m.k. og áhrif þessa á pólitíkina í sumar og haust.

Rakel Guðmundsdóttir stjórnmálafræðingur sem skrifað hefur mikið um loftslagsmál verður næst á dagskrá. Rakel segir óhjákvæmilegt að draga úr neyslu ætlum við að ná árangri í loftslagsmálum og hún er efins um að það dugi Íslendingum til að ná markmiðum sínum að skipta bara yfir í rafbíla. Breyttar ferðavenjur muni ráða úrslitum og þær séu ekki í sjónmáli.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan á slaginu klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×