Nóg af spritti á Bræðslunni til að sökkva heilli skútu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2021 13:01 Mærudagar og Bræðslan halda að mestu sínu striki þessa helgi, en með einhverjum tilfærslum og breytingum á dagskrárliðum. Vísir/Kolbeinn Tumi Bæjarhátíðir helgarinnar halda að mestu sínu striki þó aflýsa hafi þurft einhverjum dagskrárliðum í kjölfar nýrrar reglugerðar um hertar samkomutakmarkanir. Takmarkanirnar hafa lítil áhrif á Mærudaga á Húsavík og tónleikum Bræðslunnar á Borgarfirði eystri hefur verið flýtt um klukkustund. Druslugöngunni í Reykjavík hefur verið frestað. „Þetta að sjálfsögðu setur okkur í aðeins aðra stöðu en tónleikarnir okkar rúmast innan rammans,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri. Uppselt er á tónleikana í kvöld en þar munu meðal annars Stuðmenn, Bríet og Mugison stíga á svið. Þá verða einnig tónleikar á Húsavík á hinni árlegu og vinsælu bæjarhátíð Mærudögum. Þeir hefjast klukkan 20 og engar breytingar verða á þeim. „Auðvitað þurftu sumir aðilar að taka ákvörðun um að hætta við sína viðburði, innanhússviðburði, þar sem búist var við að mikið af fólki myndi koma saman og því tekin ákvörðun um að slaufa því þetta árið. Við erum með dagskrá á hafnarsvæðinu – það er stórt svæði og nóg pláss fyrir alla,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Druslugangan mun hins vegar fara fram bæði á Borgarfirði eystri og Húsavík í dag en þar er gangan með smærra sniði en í borginni. Magni segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana á Bræðslunni. „Það er búið að versla nóg af spritti til þess að sökkva meðal skútu og við komum til með að gefa öllum gestum grímu þegar þeir koma og sækja miðana sína í dag eða armbönd á tónleikana. Þannig að það verða grímur á alla og allt starfsfólk auðvitað mjög meðvitað,“ segir Magni. Hann vill ekki endilega meina að tíðindi gærdagsins hafi verið skellur. „Það er kannski ljótt að segja það en það var frekar léttir. Við vorum farin að óttast að það yrði öllu lokað á föstudagskvöldið. Við vissum að eitthvað væri í gangi en fréttirnar bárust það seint að það væri erfitt að bakka út úr öllu.“ Þá segir Magni aðspurður að einhverjir hafi óskað eftir endurgreiðslu á miðunum, en þó afar fáir. Þeir hafi allir verið með undirliggjandi sjúkdóma og ekki treyst sér á tónleikana. Guðrún Huld segir að dagskrá Mærudaga klárist fyrir klukkan 23. „Við erum með barnadagskrá sem byrjar klukkan 15. Það er sambland af söng og sirkus. Í kvöld klukkan 20 byrja kvöldtónleikarnir okkar, Mærutónleikar, og þar verður mikið af norðlensku listafólk auk þess sem Svala Björgvins stígur á svið og Auddi Blö og Steindi verða kynnar. Þannig að við getum búist viða að eiga gleðilegan dag í dag.“ Útihátíðir um verslunarmannahelgina hafa hins vegar verið blásnar af. Þannig verður ekkert af Þjóðhátíð í Eyjum, sem átti að verða ein sú stærsta og veglegasta frá upphafi. Eyjamenn hafa þó ekki gefið upp vonina því þeir skoða hvort hægt verði að halda hátíðina seinna. Þá hefur Einni með öllu á Akureyri verið aflýst, Innipúkanum í Reykjavík og Unglingalandsmóti UMFÍ, svo dæmi séu tekin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Bræðslan Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
„Þetta að sjálfsögðu setur okkur í aðeins aðra stöðu en tónleikarnir okkar rúmast innan rammans,“ segir Magni Ásgeirsson Bræðslustjóri. Uppselt er á tónleikana í kvöld en þar munu meðal annars Stuðmenn, Bríet og Mugison stíga á svið. Þá verða einnig tónleikar á Húsavík á hinni árlegu og vinsælu bæjarhátíð Mærudögum. Þeir hefjast klukkan 20 og engar breytingar verða á þeim. „Auðvitað þurftu sumir aðilar að taka ákvörðun um að hætta við sína viðburði, innanhússviðburði, þar sem búist var við að mikið af fólki myndi koma saman og því tekin ákvörðun um að slaufa því þetta árið. Við erum með dagskrá á hafnarsvæðinu – það er stórt svæði og nóg pláss fyrir alla,“ segir Guðrún Huld Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mærudaga. Druslugangan mun hins vegar fara fram bæði á Borgarfirði eystri og Húsavík í dag en þar er gangan með smærra sniði en í borginni. Magni segir að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana á Bræðslunni. „Það er búið að versla nóg af spritti til þess að sökkva meðal skútu og við komum til með að gefa öllum gestum grímu þegar þeir koma og sækja miðana sína í dag eða armbönd á tónleikana. Þannig að það verða grímur á alla og allt starfsfólk auðvitað mjög meðvitað,“ segir Magni. Hann vill ekki endilega meina að tíðindi gærdagsins hafi verið skellur. „Það er kannski ljótt að segja það en það var frekar léttir. Við vorum farin að óttast að það yrði öllu lokað á föstudagskvöldið. Við vissum að eitthvað væri í gangi en fréttirnar bárust það seint að það væri erfitt að bakka út úr öllu.“ Þá segir Magni aðspurður að einhverjir hafi óskað eftir endurgreiðslu á miðunum, en þó afar fáir. Þeir hafi allir verið með undirliggjandi sjúkdóma og ekki treyst sér á tónleikana. Guðrún Huld segir að dagskrá Mærudaga klárist fyrir klukkan 23. „Við erum með barnadagskrá sem byrjar klukkan 15. Það er sambland af söng og sirkus. Í kvöld klukkan 20 byrja kvöldtónleikarnir okkar, Mærutónleikar, og þar verður mikið af norðlensku listafólk auk þess sem Svala Björgvins stígur á svið og Auddi Blö og Steindi verða kynnar. Þannig að við getum búist viða að eiga gleðilegan dag í dag.“ Útihátíðir um verslunarmannahelgina hafa hins vegar verið blásnar af. Þannig verður ekkert af Þjóðhátíð í Eyjum, sem átti að verða ein sú stærsta og veglegasta frá upphafi. Eyjamenn hafa þó ekki gefið upp vonina því þeir skoða hvort hægt verði að halda hátíðina seinna. Þá hefur Einni með öllu á Akureyri verið aflýst, Innipúkanum í Reykjavík og Unglingalandsmóti UMFÍ, svo dæmi séu tekin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Múlaþing Bræðslan Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum