Þúsundir langþreyttra Ástrala mótmæltu skertu frelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 08:05 Mótmælandi handtekinn í miðborg Sydney í dag. AP/Mick Tsikas Þúsundir flykktust út á götur Sydney og annarra borga í Ástralíu í dag til að mótmæla takmörkunum á frelsi sínu vegna kórónuveirufaraldursins. Nokkrir tugir fólks voru handteknir eftir að hafa brotist í gegnum lokanir lögreglu og hent plastflöskum og plöntum í átt að lögregluþjónum. AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
AP greinir frá og segir mótmælendur hafa haldið á skiltum með áletrunum um frelsi og sannleikann. Lögregla var viðbúin mótmælunum, grá fyrir járnum auk þess sem óeirðarlögreglufólk stóð vaktina þar sem yfirvöld sögðu mótmælin óheimil. Í yfirlýsingu frá lögreglunni í Nýju Suður Wales kemur fram að lögreglan virði réttinn til friðsamlegra mótmæla og tjáningarfrelsis. Mótmælin hafi hins vegar brotið reglur settar í þágu heilsu fólks. „Forgangur lögreglunnar er alltaf öryggi samfélagsins í heild,“ segir í yfirlýsingunni. Að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum auk yfirlýsinga heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales og Melbourne. Mótmælin koma í kjölfar áframhaldandi fjölgunar í Covid-19 tilfellum. 163 greindust með Covid-19 í Nýju Suður Wales undanfarinn sólarhring. Íbúum í Sydney og nágrenni hefur verið meinað að yfirgefa heimili sitt án gildrar ástæðu undanfarnar fjórar vikur. „Við búum í lýðræðisríki og alla jafna styð ég réttinn til að mótmæla. En í augnablikinu fjölgar smituðum gríðarlega og fólki finnst allt í lagi að fjölmenna og vera í návígi hvert við annað á mótmælum,“ sagði Brad Hazzard heilbrigðisráðherra í Nýju Suður Wales. Mounted police standing by. A line of officers just walked past with purpose, holding pepper spray. This could get ugly very quickly pic.twitter.com/7VcgjKCU88— Georgie Mitchell (@gmitch_news) July 24, 2021 Í Melbourne mættu þúsundir grímulausra mótmælenda í miðbæinn og kölluðu eftir frelsi. Kveikt var á blysum fyrir utan þinghús borgarinnar. Margir voru með skilti og á einu þeirra stóð: „Þetta snýst ekki um veiru heldur um ógnarhald ríkisstjórnarinnar á fólkinu í landinu.“ The anti-lockdown protest in Sydney is huge. People are spilling out of Victoria Park and onto Broadway. A lot of the cars traffic seems to be fellow anti-lockdown protesters pic.twitter.com/519sEyncCN— Zac Crellin (@zacrellin) July 24, 2021 Í gær höfðu 15,4% íbúa sextán ára og eldri fengið tvær sprautur með bóluefni gegn Covid-19.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira