Blikar í góðri stöðu eftir jafntefli í Vínarborg 22. júlí 2021 17:54 Blikar eru í góðum málum eftir 1-1 jafntefli í fyrri viðureign liðsins gegn Austria Vín. Vísir/Hulda Margrét Það voru heimamenn sem tóku forsytuna eftir rúmlega hálftíma leik. Þar var á ferðinni Marco Djuricin eftir stoðsendingu frá Dominik Fitz. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og Blikar gegnu því til búningsklefa 1-0 undir. Kópavogsstrákarnir mættu þó grimmir til leiks eftir hlé og seinni hálfleikur var varla orðinn tveggja mínútna gamall þegar Alexander Helgi Sigurðarson jafnaði metin fyrir Blika eftir stoðsendingu Árna Vilhjámssonar. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 1-1. Seinni leikur liðana fer fram á Kópavogsvelli eftir slétta viku. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Það voru heimamenn sem tóku forsytuna eftir rúmlega hálftíma leik. Þar var á ferðinni Marco Djuricin eftir stoðsendingu frá Dominik Fitz. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið það sem eftir lifði fyrri hálfleiks og Blikar gegnu því til búningsklefa 1-0 undir. Kópavogsstrákarnir mættu þó grimmir til leiks eftir hlé og seinni hálfleikur var varla orðinn tveggja mínútna gamall þegar Alexander Helgi Sigurðarson jafnaði metin fyrir Blika eftir stoðsendingu Árna Vilhjámssonar. Þetta reyndist seinasta mark leiksins og lokatölur því 1-1. Seinni leikur liðana fer fram á Kópavogsvelli eftir slétta viku.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti