Flestir smitaðra tengjast Bankastræti club og EM-ferð til London Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2021 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins. Hann íhugar innanlandsaðgerðir en bindur vonir við að þær myndu standa stutt yfir. Flestir smituðu undanfarna daga tengjast skemmtistaðnum Bankastræti club og utanlandsferð til London. Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Ekki hafa fleiri greinst með veiruna síðan í október í fyrra. Af þeim sem greindust voru 43 fullbólusettir, tveir hálfbólusettir og þrjátíu og átta utan sóttkvíar. Yfir fimm hundruð eru í sóttkví og 223 í einangrun. Smit hafa komið upp víða; starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist með kórónuveiruna í gær og smit tveggja má rekja til listahátíðarinnar Lunga á Seyðisfirði um helgina, samkvæmt tilkynningu frá skipuleggjendum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. „Við sjáum líka á þessum niðurstöðum frá raðgreiningu hjá Íslenskri erfðagreiningu að þetta eru margar tegundir af delta-afbrigðinu sem segir að þetta hefur lekið ansi mikið gegnum landamærin,“ segir Þórólfur. Flestir smituðu með Janssen Enn sem komið er tengist flestir smituðum sem voru á skemmtistaðnum Bankastræti club og hóp sem fór til London í kringum úrslitaleik Evrópumóts karla í knattspyrnu. „Auk þess var einstaklingur lagður inn á Landspítalann í gær með öndunarerfiðleika og lungnabólgu, fullbólusettur, þannig að þetta er að raungerast þessar áhyggjur sem maður hafði.“ Þá hefur ekki tekist að ráða í mun á veikindum eftir því hvaða bóluefni smitaðir hafa fengið. „Hins vegar hafa flestir sem eru að veikjast núna fengið Janssen-bóluefnið en það segir kannski ekki allt og ekki hægt að draga víðtækar ályktanir af því því þetta er aldurshópur sem var bólusettur með Janssen hvort sem var. Svo er líka hugsanlegt að það sé ekki liðið nógu langt frá bólusetningunni til að full vernd hafi verið komin, það tekur þrjár, kannski fjórar vikur.“ Vonar að aðgerðir myndu standa stutt Þórólfur kveðst íhuga innanlandsaðgerðir en gefur ekki upp hvenær hann gæti lagt þær til. Því fyrr því betra þó. „Það eru líka að koma upplýsingar frá Ísrael um aukna tíðni smita og alvarlegra veikinda af völdum Delta-afbrigðisins hjá bólusettum þannig að þetta er óþægilegt og við gætum lent í því sama ef þetta heldur áfram eins og það hefur gert núna,“ segir Þórólfur. Hann á ekki von á hertari aðgerðum á landamærum en taka gildi á miðnætti 27. júlí, samkvæmt tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins í dag. „Ef verður farið í takmarkanir innanlands þá vonandi myndu þær standa tiltölulega stuttan tíma og hægt að aflétta tiltölulega fljótt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira