Yfir 27 stiga hiti á Norðausturhorninu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júlí 2021 20:17 Rjómablíða er á Akureyri. Vísir/Akureyri. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við landsmenn á Norðausturhorni landsins í dag. Hiti mældist víða yfir 27 gráðum. „Ég held að það sé nokkuð ljóst. Þetta eru það margar mælingar í kringum þetta hitastig. Ég sé enga ástæðu til að rengja það,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni aðspurður um hvort að þær hitatölur sem sjá má á vef Veðurstofunnar yfir hæstu tölur dagsins séu staðfestar. Mestur hiti mældist á sjálfvirkum veðurmæli á Akureyri við Krossanesbraut, 27,3 gráður, og segir Óli að mælirinn við lögreglustöðina á Akureyri hafi sýnt svipaðar tölur. Slagar þetta í hitametið á Akureyri sem er 29,9 stig í Innbæ Akureyrar árið 1911. Hæsti hiti sem mælst hefur á mælinum við lögreglustöðina er 29,4 og var það árið 1974. Á Hallormsstað mældist 27,1 gráðu hiti og á Brú á Jökuldal mældist 26,7 gráðu hiti. Þá er einnig víða heitt á hálendinu. Við Kröflu mældist 25,6 gráðu hiti og vð Upptyppinga mældist 25,2 stiga hiti. Ástæðan fyrir hinum mikla hita er að sögn Óla mjög hlýtt rakt loft sem kemur til landsins vegna hæðar suður í hafi sem dælir því hingað. Mikill fjöldi ferðamanna er staddur á Norðausturhorninu til að sækja í hitann. Til að mynda var tilkynnt í dag að tjaldstæðið að Hömrum við Akureyri, eitt stærsta tjaldsvæði landsins væri fullt, og ekki væri hægt að taka við fleiri gestum í dag. Veður Akureyri Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
„Ég held að það sé nokkuð ljóst. Þetta eru það margar mælingar í kringum þetta hitastig. Ég sé enga ástæðu til að rengja það,“ segir Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofunni aðspurður um hvort að þær hitatölur sem sjá má á vef Veðurstofunnar yfir hæstu tölur dagsins séu staðfestar. Mestur hiti mældist á sjálfvirkum veðurmæli á Akureyri við Krossanesbraut, 27,3 gráður, og segir Óli að mælirinn við lögreglustöðina á Akureyri hafi sýnt svipaðar tölur. Slagar þetta í hitametið á Akureyri sem er 29,9 stig í Innbæ Akureyrar árið 1911. Hæsti hiti sem mælst hefur á mælinum við lögreglustöðina er 29,4 og var það árið 1974. Á Hallormsstað mældist 27,1 gráðu hiti og á Brú á Jökuldal mældist 26,7 gráðu hiti. Þá er einnig víða heitt á hálendinu. Við Kröflu mældist 25,6 gráðu hiti og vð Upptyppinga mældist 25,2 stiga hiti. Ástæðan fyrir hinum mikla hita er að sögn Óla mjög hlýtt rakt loft sem kemur til landsins vegna hæðar suður í hafi sem dælir því hingað. Mikill fjöldi ferðamanna er staddur á Norðausturhorninu til að sækja í hitann. Til að mynda var tilkynnt í dag að tjaldstæðið að Hömrum við Akureyri, eitt stærsta tjaldsvæði landsins væri fullt, og ekki væri hægt að taka við fleiri gestum í dag.
Veður Akureyri Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hinar látnu voru að heimsækja dreng í meðferð í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira