Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 1-2| Arna Dís tryggði Stjörnunni stigin þrjú Andri Már Eggertsson skrifar 20. júlí 2021 22:45 Keflavík þarf nauðsynlega á sigri að halda. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Þær komust yfir snemma leiks með marki frá Ölmu Mathiesen. Aerial Chavarin jafnaði síðan leikinn undir lok fyrri hálfleiks með skalla. Gegn gangi leiksins gerði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni stigin þrjú. Leikurinn var ný farinn af stað og ekki voru liðnar fimm mínútur af leiknum þegar Stjörnukonur voru búnar að gera fyrsta mark leiksins. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þar góða fyrirgjöf frá hægri sem Alma Mathiesen stangaði í gagnstætt horn og gestirnir úr Garðabænum komnar á bragðið. Það er varla hægt að setja það í samhengi hversu mikið leikurinn datt niður eftir fyrsta mark Stjörnunnar. Hvorugt liðið ógnaði að einhverju viti í tæplega tuttugu og fimm mínútur Eftir þennan rólega kafla lifnaði mikið yfir leiknum. Bæði lið fengu sín færi til að bæta við öðru marki. Keflavík ógnaði meira undir lok fyrri hálfleiks og jöfnuðu á endanum leikinn. Ísabel Jasmín Almarsdóttir átti góða hornspyrnu í hættusvæði þar sem Aerial Chavarin reis hæst og skallaði boltann í markið. Staðan var því jöfn 1-1 þegar liðin héldu til búningsklefa Keflavík fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Skipulag Stjörnunnar í varnarvegnnum vakti athygli. Þær stilltu upp tveimur veggjum til að verja sitthvort hornið á markinu á meðan Naya stóð í miðju markinu. Líkt og í fyrri hálfleik kom langur kafli sem var tíðinda lítil. Keflavík voru þó líflegri og ógnuðu meira þá sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Eins og þruma úr heiðskíru lofti komust Stjörnukonur yfir eftir að hafa ekkert skapað sér nein færi í síðari hálfleik. Úlfa Dís Úlfarsdóttir átti skot sem Tiffany varði út í teiginn þar sem Arna Dís Arnþórsdóttir mætti og potaði inn sigurmarki Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan Það er í raun með ólíkindum miðað við hvernig leikurinn spilaðist heilt yfir. Stjarnan skorar fyrst í blá byrjun leiksins og síðan skora þær aftur alveg undir lok leiksins. Stjarnan gerði ágætlega í að verjast sóknarleik Keflavíkur og má hrósa hugafari Stjörnunnar þar sem þær misstu allavega ekki trúna á að koma inn sigurmarki. Hverjar stóðu upp úr? Naya Regina Lipkens átti ágætan leik í marki Stjörnunnar. Keflavík ógnuðu mikið marki Stjörnunnar en skoruðu aðeins eitt mark sem var lítið við Naya að sakast. Varnarleikur Stjörnunnar var í yfirvinnu í kvöld. Þrátt fyrir að fá á sig eitt mark úr föstu leikatriði þá vörðust þær vel. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var lengst af afleiddur. Þær ógnuðu lítið sem ekkert marki Keflavíkur. Það var engin í liði Stjörnunnar sem var tilbúin í að skapa færi eða hafa þor í að halda í boltann og spila honum frá sér. Hvað gerist næst? Keflavík fara næst á Eimskipsvöllinn þar sem þær mæta Þrótti eftir viku klukkan 19:15. Á miðvikudaginn 28 júlí mætir Stjarnan Selfossi á Samsungvellinum 19:15. Gunnar: „Við komum ekki helvítis boltanum í markið" Gunnar var afar svekktur í leiks lokVísir/Hulda Margrét Óladóttir Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var afar svekktur með tapið í leiks lok. „Mér fannst stelpurnar mínar frábærar í dag, lítið við þær að setja út á nema bara nýtinguna fyrir framan markið sem hefði átt að vera betri." „Við fengum fullt af færum en það vantaði bara upp á að koma helvítis boltanum í netið." Keflavík hafa nú tapað fjórum leikjum í röð og var það lýsandi fyrir leik liðsins að fá á sig mark undir lok leiks. „Það er oft þannig með liðið sem ganga illa að þetta sé hættan. Ég bjóst ekki við þessu, ég beið eftir sigurmarki frá okkur svo þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti." Gunnar var ánægður með hvernig liðið svaraði marki Stjörnunnar strax eftir tæplega fimm mínútna leik. Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Stjarnan
Stjarnan eru komnar aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð. Þær komust yfir snemma leiks með marki frá Ölmu Mathiesen. Aerial Chavarin jafnaði síðan leikinn undir lok fyrri hálfleiks með skalla. Gegn gangi leiksins gerði Arna Dís Arnþórsdóttir sigurmark leiksins og tryggði Stjörnunni stigin þrjú. Leikurinn var ný farinn af stað og ekki voru liðnar fimm mínútur af leiknum þegar Stjörnukonur voru búnar að gera fyrsta mark leiksins. Katrín Ásbjörnsdóttir átti þar góða fyrirgjöf frá hægri sem Alma Mathiesen stangaði í gagnstætt horn og gestirnir úr Garðabænum komnar á bragðið. Það er varla hægt að setja það í samhengi hversu mikið leikurinn datt niður eftir fyrsta mark Stjörnunnar. Hvorugt liðið ógnaði að einhverju viti í tæplega tuttugu og fimm mínútur Eftir þennan rólega kafla lifnaði mikið yfir leiknum. Bæði lið fengu sín færi til að bæta við öðru marki. Keflavík ógnaði meira undir lok fyrri hálfleiks og jöfnuðu á endanum leikinn. Ísabel Jasmín Almarsdóttir átti góða hornspyrnu í hættusvæði þar sem Aerial Chavarin reis hæst og skallaði boltann í markið. Staðan var því jöfn 1-1 þegar liðin héldu til búningsklefa Keflavík fengu aukaspyrnu fyrir utan teig. Skipulag Stjörnunnar í varnarvegnnum vakti athygli. Þær stilltu upp tveimur veggjum til að verja sitthvort hornið á markinu á meðan Naya stóð í miðju markinu. Líkt og í fyrri hálfleik kom langur kafli sem var tíðinda lítil. Keflavík voru þó líflegri og ógnuðu meira þá sérstaklega þegar líða tók á leikinn. Eins og þruma úr heiðskíru lofti komust Stjörnukonur yfir eftir að hafa ekkert skapað sér nein færi í síðari hálfleik. Úlfa Dís Úlfarsdóttir átti skot sem Tiffany varði út í teiginn þar sem Arna Dís Arnþórsdóttir mætti og potaði inn sigurmarki Stjörnunnar. Af hverju vann Stjarnan Það er í raun með ólíkindum miðað við hvernig leikurinn spilaðist heilt yfir. Stjarnan skorar fyrst í blá byrjun leiksins og síðan skora þær aftur alveg undir lok leiksins. Stjarnan gerði ágætlega í að verjast sóknarleik Keflavíkur og má hrósa hugafari Stjörnunnar þar sem þær misstu allavega ekki trúna á að koma inn sigurmarki. Hverjar stóðu upp úr? Naya Regina Lipkens átti ágætan leik í marki Stjörnunnar. Keflavík ógnuðu mikið marki Stjörnunnar en skoruðu aðeins eitt mark sem var lítið við Naya að sakast. Varnarleikur Stjörnunnar var í yfirvinnu í kvöld. Þrátt fyrir að fá á sig eitt mark úr föstu leikatriði þá vörðust þær vel. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnunnar var lengst af afleiddur. Þær ógnuðu lítið sem ekkert marki Keflavíkur. Það var engin í liði Stjörnunnar sem var tilbúin í að skapa færi eða hafa þor í að halda í boltann og spila honum frá sér. Hvað gerist næst? Keflavík fara næst á Eimskipsvöllinn þar sem þær mæta Þrótti eftir viku klukkan 19:15. Á miðvikudaginn 28 júlí mætir Stjarnan Selfossi á Samsungvellinum 19:15. Gunnar: „Við komum ekki helvítis boltanum í markið" Gunnar var afar svekktur í leiks lokVísir/Hulda Margrét Óladóttir Gunnar Magnús Jónsson þjálfari Keflavíkur var afar svekktur með tapið í leiks lok. „Mér fannst stelpurnar mínar frábærar í dag, lítið við þær að setja út á nema bara nýtinguna fyrir framan markið sem hefði átt að vera betri." „Við fengum fullt af færum en það vantaði bara upp á að koma helvítis boltanum í netið." Keflavík hafa nú tapað fjórum leikjum í röð og var það lýsandi fyrir leik liðsins að fá á sig mark undir lok leiks. „Það er oft þannig með liðið sem ganga illa að þetta sé hættan. Ég bjóst ekki við þessu, ég beið eftir sigurmarki frá okkur svo þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti." Gunnar var ánægður með hvernig liðið svaraði marki Stjörnunnar strax eftir tæplega fimm mínútna leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti