Giannis var ekki byrjaður að æfa körfubolta þegar LeBron komst í úrslit í fyrsta sinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júlí 2021 07:30 Giannis í baráttunni við LeBron á síðasta ári. Sá síðarnefndi var kominn í úrslitaeinvígi NBA áður en Giannis var farinn að leika sér með körfubolta. Harry How/Getty Images Það vakti mikla athygli þegar LeBron James sást í fremstu röð meðal áhorfenda á fimmta leik Milwaukee Bucks og Phoenix Suns í úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar í körfubolta Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira
Stórstjarna Bucks-liðsins vakti athygli á skemmtilegri staðreynd á blaðamannafundi nú fyrir sjötta og mögulega síðasta leik úrslitaeinvígisins. Hinn 26 ára gamli Giannis Antetokounmpo – Gríska undrið – er í fyrsta skipti í úrslitum NBA-deildarinnar með liði sínu, Milwaukee Bucks. Segja má að Giannis hafi fundið fjöl sína í lífinu nokkuð seint en hann hóf ekki að æfa körfubolta fyrr en á táningsaldri. „Ég var ekki byrjaður að spila körfubolta þegar hann fór fyrst í úrslit árið 2007. Það er brjálað að hugsa til þess,“ sagði Giannis um að sjá LeBron á hliðarlínunni á leik fimm sem Milwaukee vann sannfærandi og tók þar með 3-2 forystu í einvíginu. „Ég hafði engan tíma til að tala við hann en það er ekki eitthvað sem ég geri þegar ég er að spila. Þetta er samt frábær saga – og þetta er ekki auglýsing – en kvöldið fyrir leikinn var ég að horfa á Space Jam á HBO. Svo er hann mættur í fremstu röð á leiknum,“ sagði Giannis glottandi. This is not a promo, but the night before I was watching Space Jam. Giannis on seeing LeBron at Game 5 (via @NBATV)pic.twitter.com/fzV8H2VzVq— Bleacher Report (@BleacherReport) July 19, 2021 Síðan LeBron James fór fyrst í úrslit árið 2017 hefur hann alls farið tíu sinnum í úrslitaviðureign NBA-deildarinnar. Fjórum sinnum hefur hann landað titlinum eftirsótta en sex sinnum hafa liðs hans þurft að lúta í gras. Þá lék hann einnig aðalhlutverkið í Space Jam: A New Legacy sem er nú í kvikmyndahúsum. Giannis er loksins kominn í úrslit og er aðeins einum sigri frá því að vinna sinn fyrsta titil á ferlinum. Sjötti leikur úrslitaeinvígis NBA-deildarinnar hefst klukkan 01.00 í nótt. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport Fleiri fréttir Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Sjá meira