„Við náttúrulega skorum tvö mörk í fyrri hálfleik og fannst fyrri hálfleikurinn ágætlega jafn. Svo fannst mér við bara gjörsamlega ganga frá leiknum í seinni hálfleik. Hvernig við spiluðum boltanum og stjórnuðum tempóinu. Mér fannst þetta vera virkilega, virkilega góð frammistaða. Sérstaklega í síðari hálfleik.“
Eftir að hafa legið til baka í fyrri hálfleik tóku Leiknismenn öll völd á vellinum fyrstu 25 mínúturnar í síðari hálfleik. Það var engin tilviljun:
„Við skoðum andstæðingana alltaf mjög vel og ég var sérstaklega ánægður með strákana og hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn. Við hefðum átt að skora tvö eða þrjú mörk í seinni hálfleik og þetta var bara flott frammistaða og nú þurfum við bara að byggja á þessu.“ segir Sigurður.