Ljóst hvert íslensku liðin fara ef þau komast áfram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. júlí 2021 15:00 Davíð Ingvarsson og félagar í Breiðablik verða á ferð og flugi næstu vikur ef þeir komast áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu. Vísir/Hulda Margrét Í dag var dregið í 3. umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu. Því er ljóst hvað gerist ef íslensku liðin fara áfram en þau þrjú lið sem eftir eru eiga mjög erfiða leiki framundan. Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira
Mikil ánægja virðist ríkja með Sambandsdeildina eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Önnur umferð undankeppninnar hefst á fimmtudaginn kemur en það er búið að draga í næstu umferð. Fari Breiðablik áfram úr einvígi sínu gegn Austurríska félaginu Austria Vín þá munu Blikar fara annað hvort til Skotlands og spila við Aberdeen eða Svíþjóðar til að spila við Häcken. Íslandsmeistarar Vals eru komnir í Sambandsdeildina eftir að tapa gegn Dinamo Zagreb í undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ekki bíður auðveldara verkefni þar sen Valur mætir Noregsmeisturum Bodö/Glimt. Fari svo að lærisveinar Heimis Guðjónssonar slái Alfons Sampsted og félaga út þá færu Valsmenn annað hvort til Kósovó að spila við Prishtina eða til Wales að spila við Connah´s Quay Nomads. FH mætir norska stórliðinu Rosenborg í 2. umferð. Sigurvegarinn úr því einvígi mætir Domzale frá Slóveníu eða Honka Espoo frá Finnlandi. Rosenborg hefur reynst íslenskum liðum erfiður ljár í þúfu undanfarin ár og slegið þrjú íslensk lið út á síðustu sex árum. Á síðasta ári tapaði Breiðablik 4-2 er liðin mættust í Noregi. Valur tapaði samanlagt 3-2 árið 2018 og 2015 tapaði KR 4-0 samanlagt gegn Rosenborg. Þriðja umferð Sambandsdeildar Evrópu fer fram fimmtudagana 5. og 12. ágúst. Fara þarf í gegnum fjórar umferðir af undankeppni áður en ljóst er hvaða lið munu skipa riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.
Sambandsdeild Evrópu FH Breiðablik Valur Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Sjá meira