Covid-19 vs. loftslagsvá? Þórunn Wolfram skrifar 19. júlí 2021 09:00 Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Hérlendis var sú ákvörðun tekin að treysta sérfræðingum til að rýna gögn og spá fyrir um þróun faraldursins innanlands. Ákvarðanir stjórnvalda byggðu svo í flestum tilfellum á tillögum sérfræðinga, sem þríeykið Alma, Þórólfur og Víðir voru fulltrúar fyrir. Kári Stefánsson hafði einnig mikil áhrif á hvernig okkur tókst að ná utan um og hemja útbreiðslu faraldursins. Skipulagið virkaði afar vel og allir hlutaðeigandi eiga þakkir skildar fyrir að setja vísindalega þekkingu framar pólitíkinni í ákvarðanatöku. Hvað með umhverfis- og loftslagsvánna? Því miður á ekki það sama við þegar kemur að loftslagsvánni, hnignun vistkerfa og mengun lífríkisins. Þar er ekkert þríeyki og engin Kári. Í þeim málum setjum við vísindalega þekkingu almennt ekki í forgrunn né byggjum samþætta pólitíska ákvörðunartöku á henni. Jafnvel þó við vitum að það er eina leiðin til að ná raunverulegum árangri, í átt að lífvænlegri framtíð. Neyðarástand? Við vitum að kolefnishringrás jarðar er úr jafnvægi vegna mannlegra athafna. Meira kolefni er losað en jörðin tekur upp á ný. Mestmegnis vegna bruna á lífrænum leyfum (jarðefnaeldsneyti) sem náttúran var löngu búin að taka úr umferð. Einnig vegna eyðingar á náttúrulegum gróðurlendum, vegna landbúnaðar og ýmissa fleiri þátta. Styrkur koltvísýrings í andrúmslofti vex ár frá ári og meðalhitastig lofthjúps jarðar fer hækkandi. Við vitum að hafið súrnar vegna aukins styrks koltvísýrings, með ófyrirséðum afleiðingum. Við vitum að hærri lofthiti veldur truflun á veðrakerfum jarðar og við sjáum ömurlegar afleiðingar þess um allan heim, svo að segja daglega. Samt bregðumst við ekki við eins og um neyðarástand sé að ræða. Eitraður heimur? Við vitum að jarðvegur, höf, ferskvatn og andrúmsloft hafa mengast allskyns eiturefnum af okkar völdum og vatnsbúskapur hefur raskast víða með áveitukerfum eða ofnotkun á grunnvatni. Við vitum líka að þungmálmar, þrávirk lífræn efni, lyfjaleyfar og örplast sem við skolum út í umhverfið, til að mynda í gegnum fráveitukerfin, safnast upp í fæðukeðjunni og hafa neikvæð áhrif á lífverur. Við vitum að þrávirk efni geta valdið krabbameini, skaðað ónæmiskerfi og minnkað frjósemi og að lyf flokkast sem alþjóðleg ógn við vistkerfi í vatni. Við höfum vitað þetta lengi, en ekki enn brugðist við af þunga. Harðkjarna alvara Umhverfismálin hafa af sumum verið talin til svokallaðra „mjúkra mála“ og fólkið sem talar fyrir þeim talið vera með þrönga sýn á einn afmarkaðan málaflokk. Það er fátt eins fjarri lagi. Umhverfis- og loftslagsmál eru kannski mjúk í augum einhverra, en þau eru fyrst og síðast harðkjarna efnahagsmál, atvinnumál, heilbrigðismál, velferðarmál og menntamál. Umhverfis- og náttúruvernd er einfaldlega lífsspursmál og þarf að verða undirstaða í allri pólitískri stefnumótun og ákvarðanatöku hérlendis, þá sérstaklega hvað varðar auðlindanýtingu. Það er ekki svo í dag, en nú er tækifærið til að breyta því. Stefnumótandi ákvarðanir byggðar á vísindalegum grunni Nýtum okkur reynsluna sem skapaðist í tengslum við covid 19 faraldurinn af þéttu samstarfi sérfræðinga og stjórnvalda. Tengjum saman fjölbreyttan hóp innlendra sérfræðinga til að rýna í stöðu umhverfis- og loftslagsmála út frá vísindalegri þekkingu hverju sinni og felum stjórnvöldum síðan að marka pólitískar áherslur út frá því. Breytum þeim samfélagskerfum tengdum umhverfis- og loftslagsmálum sem þarf að breyta, til að vernda og efla náttúruna. Veljum kjarkaða stjórnmálaforystu sem við treystum til að fylgja tillögum vísindanna og útfæra þær, almenningi og náttúru landsins til heilla. Markmiðið er græn, ábyrg hagstjórn og alþjóðasinnað, frjálslynt og sjálfbært samfélag. Höfundur er með PhD gráðu í umhverfisfræðum og skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun