Fangelsi og jafnvel dauðadómur fyrir vörslu erlends afþreyingarefnis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2021 22:31 Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er lítið gefinn fyrir menningarlega fjölbreytni. Pyeongyang Press Corps/Pool/Getty Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu hafa varað ungt fólk í landinu við því að nota slanguryrði jafnaldra sinna frá Suður-Kóreu og hvetja ungdóminn raunar til að halda sig við „staðlað norðurkóreskt mál.“ Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land. Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur einnig fram að ungt fólk í landinu sé varað við því tileinka sér tískustrauma, hárgreiðslur og tónlist frá nágrönnunum í suðri. Viðleitni ríkisfjölmiðla til að skerpa á þessari stefnu stjórnvalda stafar af nýrri löggjöf sem ætlað er að má út hvers kyns vísi að suðurkóreskum menningaráhrifum í landinu. Brot á lögunum getur varðað þungum refsingum, fangelsisdómi eða jafnvel dauðarefsingu. Þannig hafa ríkisfjölmiðlar lagt áherslu á að norðurkóreskt mál, sem þeir kenna við höfuðborgina Pjongjang, sé æðra öðrum mállýskum. Því sé ungdóminum hollast að tileinka sér það og nota það rétt. Segir popptónlist djöfullegt krabbamein Ljóst er að Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, stendur stuggur af menningaráhrifum úr suðri og lítur á þau sem ógn við völd sín. Nýlega var haft eftir honum að K-Pop, kóresk popptónlist sem á uppruna sinn í Suður-Kóreu, væri „djöfullegt krabbamein,“ sem væri til þess fallið að spilla ungu fólkinu í Norður-Kóreu. Samkvæmt nýju lögunum getur hver sem er tekinn með mikið magn af afþreyingarefni frá Bandaríkjunum, Japan eða Suður-Kóreu átt yfir höfði sér dauðarefsingu. Þá er lögð 15 ára fangelsisrefsing við því að neyta slíkrar miðlunar. Þrátt fyrir þetta virðast utanaðkomandi menningaráhrif halda áfram að komast inn fyrir landamæri Norður-Kóreu, meðal annars með smyglarahópum. BBC hefur eftir norðurkóreumönnum sem flúð hafa til suðurs að afþreyingarefni frá Suður-Kóreu hafi spilað inn í ákvörðun þeirra um að flýja land.
Suður-Kórea Norður-Kórea Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira