Innlent

Standa í erfiðum björgunar­að­gerðum í Jökultungum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Aðstæður til björgunaraðgerða eru ekki góðar.
Aðstæður til björgunaraðgerða eru ekki góðar. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir frá Hellu og Hvolsvelli voru kallaðar út í dag, auk hálendisvaktar björgunarsveita, vegna konu sem talin er fótbrotin efst í Jökultungum, milli Álftavatns og Hrafntinnuskers á gönguleiðinni Laugavegi.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að hægt gangi að koma konunni að bíl, enda Jökultungur snarbrött brekka sem að öllu jöfnu þurfi að ganga mjög rólega niður.

Í samtali við fréttastofu segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna, að þurft hafi að setja upp svokallað fjallabjörgunarkerfi, þar sem aðstæður séu afar erfiðar, og raunar andstyggilegar. Í slíku kerfi felst að settar eru upp línur og annar búnaður svo hægt sé að koma konunni niður á börum, enda nánast ógerningur að bera þær niður jafn bratta brekku.

Í tilkynningu kemur fram að ætla megi að konan verði ekki komin niður að björgunarsveitarbíl fyrr en í fyrsta lagi um klukkan hálf sjö í kvöld, þó aðgerðir geti tekið lengri tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×