„Ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki Breiðabliki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. júlí 2021 19:01 Óskar Hrafn Þorvaldsson fylgist einbeittur með í leik Blika fyrr á tímabilinu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, er ánægður með framgöngu lærisveina hans í fyrstu umferð Sambandsdeildar Evrópu en þeir unnu 2-0 sigur á síðari leiknum gegn Racing Union á Kópavogsvelli í gær. Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira
Blikarnir lentu 2-0 undir gegn Racing á útivelli í Lúxemborg í síðustu viku en snéru við taflinu og unnu 3-2. Sigurinn var svo nokkuð þægilegur í gær þar sem Blikarnir stýrðu ferðinni. „Í fyrri leiknum þá pressuðu þeir okkur. Pressuðu hátt og fóru hátt með allt liðið en í gær voru þeir neðar. Þeir voru að bíða eftir okkar mistökum og ætluðu að refsa okkur. Við bjuggum okkur undir báðar sviðsmyndirnar,“ sagði Óskar í Sportpakkanum í kvöld. „Mér fannst við gera það ágætlega og gáfum þeim ekki fóður til að særa okkur. Þegar við misstum boltann, þá vorum við fljótir að loka á þá og gerðum það vel en það er rétt; þeir voru töluvert varkárari.“ Óskar er ánægður með að vera kominn áfram í næstu umferð og segir að það hafi tekið tíð og tíma að brjóta varnarmúr Racing niður. „Ef þú horfir á þetta í 180 mínútur þá fannst mér við sterkari aðilinn. Við stjórnuðum leiknum í gær. Við vorum þolinmóðir og það er ekki alltaf auðvelt að brjóta þétta miðjublokk á bak aftur.“ Hann segir að það sé einnig gott að hafa unnið báða leikina og bætir við að það hafi ekki oft gerst hjá íslenskum liðum, hvað þá Kópavogsliðinu. „Þetta lið er vel skipulagt og með fína einstaklinga og ég held að við getum ekki annað en verið sáttir að hafa unnið báða leikina. Það er ekki oft sem það gerist hjá íslenskum liðum og sérstaklega ekki hjá Breiðabliki. Ég held að við getum verið mjög sáttir.“ Allt viðtalið má sjá hér að neðan þar sem hann ræðir meðal annars um leikina gegn Austria Vín í næstu umferð. Klippa: Sportpakkinn - Óskar Hrafn
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Sjá meira