Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2021 06:50 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að sjá útkomu flokkanna þriggja í kosningunum í september og hvort þeir myndi ríkisstjórn á nýjan leik, mögulega með aðkomu fjórða flokks. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira