Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júlí 2021 06:50 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar, Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Fróðlegt verður að sjá útkomu flokkanna þriggja í kosningunum í september og hvort þeir myndi ríkisstjórn á nýjan leik, mögulega með aðkomu fjórða flokks. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna. Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Morgunblaðið segir frá könnuninni í morgun þar sem fram kemur að ríkisstjórnin njóti stuðnings meirihluta landsmanna. Þannig segjast 55% styðja ríkisstjórnina sem Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn myndar. Ef stuðningur hvers stjórnarflokkanna þriggja er skoðaður og lagður saman kemur í ljós að ríkisstjórnin hefur 48,2% fylgi. Það myndi skila 31 þingmanni af þeim 63 sem standa vaktina. Munar mestu um stöðu Vinstri grænna sem fengju aðeins sjö þingmenn miðað við 10,7% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 24,6% fylgi, næði inn 17 þingmönnum, og Framsókn 12,9% fylgi og átta þingmönnum, sama fjölda og flokkurinn hefur í dag. Samkvæmt könnuninni ná Flokkur fólksins, Miðflokkurinn og Sósíalistaflokkurinn allir fólki á þing. Flokkarnir þrír mælast með á sjötta prósent fylgi sem myndi skila þeim þremur þingmönnum. Níu flokkar ná fólki á þing samkvæmt könnuninni. Samfylkingin fengi næstflesta þingmenn eða níu miðað við 13,1% fylgi. Píratar fengu átta þingmenn (12,2% fylgi), og Viðreisn sex þingmenn (9,4% fylgi). Vegna þess hve fylgi flokkanna dreifist mikið er ljóst að myndun ríkisstjórnar gæti reynst þrautinni þyngri, verði niðurstöður kosninga í takti við könnun MMR. Fjóra flokka að lágmarki þarf til að mynda ríkisstjórn og væri Sjálfstæðisflokkurinn þá nauðsynlegur í samsteypuna sem langstærsti flokkur landsins. Ríkisstjórnin gæti leitað á náðir hvaða flokks sem er og þannig náð meirihluta. Könnunin var gerð dagana 8. til 14. júlí en þess ber að geta að útreikningar á dreifingu þingsæta miðast við fylgi flokka á landinu öllu. Fylgi flokka í einstökum kjördæmum getur þó ráðið því hvernig þingsæti falla. Þrír flokkar ná 5% þröskuldinum í þetta skiptið og því geta minnstu breytingar haft mikil áhrif á dreifingu þingmanna.
Alþingiskosningar 2021 Skoðanakannanir Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira