Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum fjöllum við um stöðuna á kórónuveirufaraldrinum en tíu smit greindust innanlands í gær.

Fimm þeirra sem greindust voru í sóttkví og allir hinna smituðu voru fullbólusettir. Af þessu tilefni var blásið til upplýsingafundar í fyrsta sinn í langan tíma.

Að auki segjum við frá máli manns sem nýlega var dæmdur fyrir tvær nauðganir. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi grunaður um þriðju nauðgunina.

Þá fjöllum við um þá ákvörðun heilsugæslunnar að hætta að afhenda lögreglu bólusetningavottorð hælisleitenda en Persónuvernd íhugar nú að taka málið til athugunar.

Einnig segjum við frá gríðarlegum vatnavöxtum í Þýskalandi þar sem um tuttugu hafa látið lífið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×