21 látinn og tuga saknað eftir gríðarlegar rigningar í Þýskalandi Gunnar Reynir Valþórsson og Eiður Þór Árnason skrifa 15. júlí 2021 07:29 Áin Ahr flæddi yfir bakka sína í þorpinu Eifel í Schuld í vesturhluta Þýskalands. Ap/Christoph Reichwein Minnst nítján eru látnir eftir gríðarlegar rigningar í þýska sambandsríkinu Rínarlandi-Pfalz síðustu daga. Í nótt flæddi á í bænum Schuld yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sex hús hrundu. Tveir hafa látið lífið í Belgíu. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í þýsku borginni Hagen. Tuga er saknað á svæðinu og enn er verið að bjarga um fimmtíu manns sem þurfti að forða sér undan vatnsflaumnum upp á þök húsa sinna. Í fyrstu var talið að þrjátíu manns væri saknað en sú tala gæti verið hærri og óljóst hversu margir þurfa hjálp. Myndbönd sýna bifreiðar fljóta niður götur, miklar skemmdir á húsum og fljót renna í gegnum miðbæi. Að sögn lögreglu hafa tveir slökkviliðsmenn látist við björgunarstörf og hefur heildartala látinna farið hækkandi síðustu klukkutímanna. Að sögn lögreglu létust fjórir eftir að vatn flæddi inn í kjallara í Köln, Kamen og Wuppertal. Að neðan má sjá myndband frá ástandinu í Hagen í gær. Rigningar síðustu daga og flóð samfara þeim hafa sjaldan eða aldrei í sögu héraðsins verið eins miklar og síðustu daga og í gær drukknuðu tveir slökkviliðsmenn þegar þeir voru við björgunarstörf og herinn hefur verið kallaður út til aðstoðar í hamförunum. Fljót rennur í gegnum götu í Esch í Þýskalandi. Vatn hefur flætt inn í fjölda þorpa og kjallara í suðvesturhluta Þýskalands.Ap/Thomas Frey Miklar raskanir hafa orðið á samgöngum á svæðinu sem er í vesturhluta Þýskalands og hafa viðvaranir vegna veðursins verið gefnar út í þremur sambandsríkjum á svæðinu. Þýska veðurstofan DWD spáir því að það dragi úr rigningu í dag. Talið er að áin Meuse geti flætt yfir bakka sína síðar í dag og flætt inn í borgina Liege í austurhluta Belgíu. Lögregla hefur kallað eftir því að íbúar geri viðeigandi ráðstafanir. Maður gengur fram hjá skemmdum bílum í borginni Liege í Belgíu.Ap/Valentin Bianchi Yfirvöld í hollenska bænum Valkenburg, sem stendur nærri landamærum Þýskalands og Belgíu, rýmdu hjúkrunarheimili og líknardeild í nótt þegar aðalgata borgarinnar umbreyttist í fljót. Ekki er vitað um slys á fólki vegna flóðanna í Hollandi. Óvenjumikið regn hefur sömuleiðis fallið í norðausturhluta Frakklands í vikunni og valdið samgöngutruflunum. Síðustu tvo daga hafa sum svæði þurft að þola regn sem jafngildir tveggja mánaða úrkomu. Fréttin hefur verið uppfærð. Vatn nær upp að þaki bíls sem stóð fyrir framan bílskúr í Duesseldorf í Þýskalandi.AP/David Young
Loftslagsmál Veður Þýskaland Belgía Holland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira