Birtir mynd af kröfubréfinu og segist aðeins sjá eftir söngnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. júlí 2021 07:04 Ólöf Tara birtir mynd af kröfubréfunum og á henni að skilja að hún ætli ekki að verða við kröfunni. Ólöf Tara Harðardóttir, einkaþjálfari og ein þeirra fimm sem fengu kröfubréf frá lögmanni tónlistarmannsins Ingólfs Þórarinssonar, segir að hennar eina eftirsjá sé að syngja og tralla við tónlist Ingólfs. Það sé eina afsökunarbeiðnin sem Ingólfur fái frá henni. Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra. Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Ólöf Tara birti mynd af kröfubréfinu á Twitter í gærkvöldi þar sem fram kemur að Ólöf Tara sé krafin um afsökunarbeiðni, miskabætur og lögmannskostnað vegna ummæla sem hún lét falla um Ingólf á Facebook og Twitter þann 28. júní síðastliðinn. Ummælin sem Ólöf Tara lét falla, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður segir að séu ærumeiðandi og varða við 235. grein almennra hegningarlaga, eru eftirfarandi: „Er ÍBV svona hræddir að við að kynna til leiks mann sem nauðgar?“ Vísar hún til ákvörðunar þjóðhátíðarnefndar að Ingólfur sæi um Brekkusönginn, ákvörðun sem nefndin féll síðar frá. Krafin um tvær milljónir króna Þess er krafist að Ólöf Tara biðji Ingólf skriflega afsökunar og birti afsökunarbeiðnina jafnt á Facebook sem Twitter. Þá er Ólöf Tara krafin um að fjarlægja ummælin, greiða Ingólfi tvær milljónir króna í miskabætur auk lögmannskostnaðar upp á 250 þúsund krónur - að meðtöldum virðisaukaskatti. Mín afsökunarbeiðni til þín. Mín eina eftirsjá er að syngja og tralla við þessa drepleiðinlegu tónlist þína. Kærðu það sorpið þitt. (Mynd af kröfubréfi). pic.twitter.com/q48bTbRrtv— Ólöf Tara (@OlofTara) July 14, 2021 Ólöf Tara hefur frest til 19. júlí til að verða við kröfunum en ella áskilur Ingólfur sér rétt til að höfða mál gegn henni. Ólöf Tara hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur og vakti athygli þegar hún gerði opinberlega athugasemdir við að ekki væri fjallað um ásakanir á hendur Sölva Tryggvasyni í fjölmiðlum. Fréttablaðið stendur við fréttir sínar Fjórir til viðbótar hafa fengið kröfubréf þeirra á meðal Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu. Er hún krafin um þrjár milljónir króna vegna fréttaskrifa sinna. Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tjáði Vísi í gær að blaðið stæði við frétt sína. Þá var Sindri Þór Sigríðarson Hilmarsson, einn fimmmenninganna, afdráttarlaus í yfirlýsingu í gær. Hann sagðist hafa notað óheflað mál af ásettu ráði, bæðist ekki afsökunar á neinu og sagði gott að skrif sín hafi stuðað, þar sem um sé að ræða hið ljótasta mál. Auk þeirra þriggja hafa Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður á DV, og Edda Falak einkaþjálfari fengið kröfubréf. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur boðist til að greiða allan lögfræðikostnað og miskabætur sem fólk gæti hlotið af málaferlunum. Haraldur hagnaðist verulega á sölu fyrirtækis síns til Twitter í fyrra.
Mál Ingólfs Þórarinssonar MeToo Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52 Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Ummæli þeirra fimm sem Ingó krefur um bætur Fimm einstaklingar eiga von á kröfubréfi frá Ingólfi Þórarinssyni tónlistarmanni vegna ærumeiðandi ummæla á internetinu. Lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gaf það út í viðtali í gær að þar væru viðkomandi einstaklingar krafðir um að draga ummæli sín til baka, biðjast afsökunar og greiða Ingó miskabætur. 14. júlí 2021 10:52
Ingó Veðurguð fer í hart með hjálp Villa Vill Vilhjálmur H. Vilhjálmsson ætlar fyrir hönd Ingólfs Þórarinssonar Veðurguðs að kæra nafnlausar sögur sem birtar hafa verið um söngvarann á netinu. Kröfubréf verða send vegna ummæla sem fallið hafa á netinu undanfarnar vikur. 13. júlí 2021 18:23
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent