Evrópusambandið boðar aðgerðir gegn loftlagsvánni Árni Sæberg skrifar 14. júlí 2021 19:25 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Thierry Monasse/Getty Evrópusambandið tilkynnti í dag fjöldan allan af lagabreytingartillögum sem ætlað er að gera sambandinu kleift að verða kolefnisjafnað fyrir 2050. Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Lagabreytingartillögurnar innihalda meðal annars reglur um skattlagningu flugvélaeldneytis og bann við sölu bíla knúnum jarðefnaeldsneyti innan tuttugu ára. Tillögurnar hafa þó ekki verið samþykktar og búist er við að þær verði ræddar í marga mánuði innan Evrópuþingsins. Samkvæmt heimildarmönnum AFP fréttaveitunnar voru tillögurnar mikið þrætuepli innan framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Með því að bregðast við núna getum við gert hlutina öðruvísi og valið betri, heilbrigðari og hagstæðari leið fyrir framtíðina,“ segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Krefjast mikils af almennum borgurum Evrópusambandið gerir sér grein fyrir því að nýju reglurnar munu valda hækkun í kostnaði við upphitun húsa og flugfargjöldum. Sambandið mun sjá fólki fyrir styrkjum til einangrunar húsa til að koma til móts við aukinn orkukostnað. „Við munum krefjast mikils af borgurum okkar. Við munum einnig krefjast mikils af iðnaðinum en við gerum það fyrir góðan málstað. Við gerum það til að gefa mannkyninu viðreisnar von,“ segir Frans Timmermans, yfirmaður loftlagsstefnumótunnar hjá Evrópusambandinu. Búist er við mótstöðu frá atvinnulífinu, sér í lagi flugfélögum og bifreiðaframleiðendum. Þá er búist við mótstöðu frá meðlimum sambandsins í austurevrópu sem reiða sig að miklu leiti á kolabrennslu til orkuframleiðslu. Metnaðarfyllstu aðgerðir til þessa Aðgerðapakkinn er kallaður sá metnaðarfyllsti sem Evrópusambandið hefur ráðist í hingað til. Hann hefur fengið nafnið „Fit for 55“ eða „Tilbúin fyrir 55“. Ástæða nafngiftarinnar er að pakkanum er ætlað að ná markmiði sambandsins um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent af því sem hún var 1990 fyrir 2030. Árið 2019 hafði tekist að minnka losun um 24 prósent. Helstu áherslur aðgerðapakkans eru: Harðari losunareglur fyrir bifreiðar sem er ætlað að banna sölu nýrra bensín- og díselbifreiða fyrir 2035. Hækkun skatta á flugvélaeldsneyti og tíu skattlaus ár fyrir framleiðendur lágkolefnislausna í flugiðnaði. Svokallaður kolefnisinnfluttningsskattur sem myndi hækka skatta á framleiðendur utan ESB sem flytja inn efni á borð við steypu og stál. Metnaðarfyllri markmið í innleiðingu endurnýtanlegra orkugjafa Skylda á þjóðir að endurbæta byggingar sem er metnar orkufrekar
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira