Íbúar sagðir vopnast vegna ofbeldis í Suður-Afríku Samúel Karl Ólason skrifar 14. júlí 2021 16:45 Verksmiðja brennur í bakgrunninum en í forgrunni má sjá tóma kassa eftir að óeirðarseggir fóru ránshendi um vöruhús í borginni Durban. AP Minnst sjötíu manns eru dáin vegna öldu ofbeldis sem gengur nú yfir Suðu-Afríku eftir að Jacob Zuma, fyrrverandi forseti, var fangelsaður í síðustu viku. Óeirðir hafa átt sér stað og fólk hefur farið ránshendi um verslanir og heimili. Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera. Suður-Afríka Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Óreiðan er einhver sú versta í Suður-Afríku um árabil og Cyril Ramaphosa, forseti, segist vera að íhuga að senda fleiri hermenn á götur borga og bæja landsins til að kveða niður lætin. Almennir borgarar eru farnir að vopnast til að vernda eigur sínar og fyrirtæki, samkvæmt frétt Reuters. Vegna ránanna og óeirðanna er skortur á nauðsynjum eins og matvælum og eldsneyti víða í Suður-Afríku, samkvæmt BBC. Zuma var sakfelldur fyrir að sýna dómstólum vanvirðingu í síðasta mánuði eftir að hann mætti ekki í dómsal vegna spillingarannsóknar gegn honum. Hann gaf sig svo fram við lögreglu á miðvikudaginn í síðustu viku og byrjaði að afplána fimmtán mánaða fangelsisvist sína. Haldin voru mótmæli vegna fangelsunar Zuma sem leiddu til ofbeldis og íkveikjuárása. Tíu hinna látnu tróðust undir þegar hópur fólks fór ránshendi um verslunarmiðstöð í borginni Soweto. Reuters hefur eftir lögreglu að minnst 1.200 manns hafi verið handtekin vegna óeirðanna og verið sé að íhuga að lýsa yfir neyðarástandi. Ramaphosa fundaði með öðrum stjórnmálaleiðtogum Suður-Afríku í dag um það hvernig hægt væri að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Bandamenn Zuma safa þó gefið út að ekki verði friður í landinu fyrr en forsetanum fyrrverandi hafi verið sleppt úr fangelsi. Hér að neðan má sjá sjónarpsfrétt DW um ástandið í Suður-Afríku. Þar að neðan má svo sjá myndefni frá Al Jazeera.
Suður-Afríka Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira