Innlent

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frettir-hadegis_1080x720

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni en fimm greindust smituð af kórónuveirunni í gær.

Þrjú þeirra voru fullbólusett og tvö höfðu fengið fyrri sprautuna. Þá tökum við stöðuna á Laugardalshöllinni en í dag er verið að bólusetja þar í síðasta sinn. Að auki fjöllum við um hlutabréfakaupin í Íslandsbanka en um fjögurþúsund manns hafa þegar selt hluti sína í bankanum. Einnig verður fjallað um mál rúmensks karlmanns sem flúði land á dögunum þrátt fyrir farbann, en hann er grunaður um að hafa orðið ungum manni að bana í Kópavogi fyrir nokkru. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×