Verða með „björgunarlínu“ í bólusetningu meðan á fríinu stendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. júlí 2021 10:54 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Búist er við um 1.700 manns í endurbólusetningu með bóluefni Moderna í Laugardalshöll í dag, síðasta bólusetningardaginn fyrir sumarfrí Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þá hafa 2.000 manns verið boðaðir í bólusetningu með AstraZeneca, en búist er við einhverjum afföllum úr þeim hópi. Þrátt fyrir frí verður ekki ómögulegt að fá bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu í sumar. „Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“ Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„Það er óljóst hvað margir koma í það, kannski um þúsund manns,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einhver þeirra sem boðuð eru í dag hafa fengið boð áður samkvæmt Ragnheiði. Í dag er síðasti bólusetningardagur Heilsugæslunnar fyrir sumarfrí sem teygir sig inn í ágúst. Fjöldi fólks hefur verið bólusettur á höfuðborgarsvæðinu, og víðar um land, og segir Ragnheiður að verkefnið hafi verið stórt, en gengið vel. „Þá er sérstaklega að þakka jákvæði og góðu viðhorfi almennings og hvað allir hafa verið samtaka um að láta þetta ganga,“ segir Ragnheiður í samtali við Vísi. Hún þakkar þá samtakamætti og þrótti starfsfólks Heilsugæslunnar fyrir hversu vel verkefnið fórst þeim úr hendi. „Við erum mjög ánægð með hvernig þetta gekk, því þetta var heljarinnar verkefni og fyrirsjáanleikinn enginn. Um 90 prósent eru bólusettir, það er góð staða til að vera í,“ segir Ragnheiður en þar á hun við hlutfall bólusettra í aldurshópnum 16 ára og eldri. Framúrskarandi skipulag og þátttökuvilji þjóðar Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu er stuttlega rakið hve mikið vatn hefur runnið til sjávar í bóluefnamálum á einu ári. „Fyrir ári síðan ríkti mikil óvissa um hvernig unnt yrði að bólusetja Íslendinga gegn Covid-19. Þá voru ekki komnir á samningar um kaup á bóluefnum og ekkert bóluefni gegn Covid-19 hafði fengi markaðsleyfi í heiminum. Nú er hins vegar þeim merka áfanga náð að búið er að bólusetja yfir 90% Íslendinga sem eru 16 ára og eldri. Í dag er síðasti stóri bólusetningardagurinn fyrir sumarfrí gegn COVID-19 í Laugardalshöll. Sprautað verður með Moderna og Astra Zeneca, en meðal þeirra sem hljóta seinni sprautuna í dag er Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Í alþjóðlegum samanburði er Ísland mjög framarlega þegar kemur að hlutfalli þeirra sem hafa þegið bólusetningu við COVID-19 og er til að mynda fremst allra OECD-ríkja. Þar spilar saman framúrskarandi skipulag á framkvæmd bólusetningar og mikill vilji almennings til þátttöku,“ segir í tilkynningunni. Ekki er öll von úti Þó að fjöldabólusetningum Heilsugæslunnar sé nú að ljúka og sumarfrí taki við, er ekki alveg borin von að fá bólusetningu það sem eftir lifir sumri. „Við ætlum að halda úti svona björgunarlínu, ef það er einn og einn sem vantar bólusetningu,“ segir Ragnheiður og nefnir sem dæmi námsmenn búsetta erlendis sem koma hingað til lands í sumar. Þeir sem telja sig þurfa að komast í bólusetningu meðan á sumarfríinu stendur geta hafst samband í gegnum netspjall Heilsuveru, en bólusett verður í húsnæði Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut, á sama stað og sýnatökur hafa farið fram. „Þar verður bólusett með Pfizer og Janssen, ekki Moderna og ekki AstraZeneca.“
Bólusetningar Heilsugæsla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Tengdar fréttir Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Fjöldi útlendinga hefur tafið bólusetningar í dag Ljúka átti bólusetningardeginum í dag klukkan tvö en aðsókn hefur verið nokkuð meiri en heilsugæslan gerði ráð fyrir að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjá heilsugæslunni. 13. júlí 2021 14:42