Arnar Gunnlaugsson: Fórum of mikið að spila þeirra leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. júlí 2021 21:55 Arnar Gunnlaugsson hefði viljað taka öll stigin í kvöld. Vísir/Bára Víkingur Reykjavík gerði 0-0 jafntefli við HK í Kórnum í Pepsi-Max deild karla í kvöld. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var ósáttur í leikslok með að ná ekki að vinna en vildi þó virða stigið. „Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
„Ég veit það ekki, mér fannst við vera þokkalega góðir í fyrri hálfleik. Við fundum margar opnanir og fannst eins og við hefðum fengið góð færi en HK-ingar lokuðu vel á okkur í seinni hálfleik og voru augljóslega sáttir við stigið. Þeir voru samt alltaf hættulegir í skyndisóknum en þessi leikur fer ekkert í sögubækurnar. HK-menn voru baráttuglaðir og svo sannarlega að berjast fyrir lífi sínu og sýndu það vel í dag.“ sagði Arnar þegar hann var spurður hvort honum hafi fundist sitt lið eiga meira skilið en eitt stig úr leiknum. Arnar sagði í viðtali fyrir leik að hann vildi sækja á HK-inga með öðruvísi hraða á köntunum og byrjaði með marga miðjumenn í liðinu í dag. „Mér fannst fyrri hálfleikur fínn. Við vorum að finna mikið svæði í svokölluðum ‘pocket’ á milli hafsents og bakvarðar. Hinir þjálfarar eru klókir og sjá það og fylla upp í þau göt. Mér fannst í seinni hálfleik við ekki gera nægilega mikið til þess að verðskulda sigur, við fórum of mikið að spila þeirra leik í stað þess að einbeita okkur að okkar leik.“ sagði Arnar. Nikolaj Hansen var í mikill gæslu þeirra Martins Rauchenberg og Guðmundar Þórs Júlíussonar og náði ekki að nýtast Víkingsliðinu eins vel í dag og hann hefur gert. Víkingum gekk illa að breyta góðum sóknum í góð færi. „Við vorum með mikið af miðjumönnum inná í dag og mér fannst það hjálpa okkur mikið í fyrri hálfleik. Mér fannst HK vera í stökustu vandræðum í fyrri hálfleik. Svo í seinni vildi ég breyta aðeins til og fá ‘pjúra’ kantmenn í Adam og Loga en mér fannst þeir ekki fá boltann nægilega oft til þess að skapa usla. Leikurinn fjaraði út og jú ég tek alveg stigið, þetta er ágætis stig því þetta er erfiður heimavöllur. Grasið virkar fagur grænt en það er ‘bouncy’ og það pirrar leikmenn stundum. Eitt stig er fínt.“ sagði Arnar. Víkingar hafa verið í toppbaráttu allt tímabilið og gert vel að sækja stig af sterkum liðum en í síðustu þremur leikjum í deildinni hafa þeir einungis náð í fjögur stig gegn ÍA, HK og Leikni sem öll hafa verið í fallbaráttu. „Ef þú ætlar þér titilinn þá þarftu að vinna þessa leiki. Uppskera okkar á móti þessum fallbaráttuliðum hefur alls ekki verið nægilega góð og við vonum að það muni ekki bíta í rassgatið á okkur þegar stigin eru talin upp úr pokanum í lok tímabilsins.“ sagði Arnar að lokum. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Sjá meira
Leik lokið: HK - Víkingur 0-0 | Markalaust í Kórnum HK og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í kvöld. Liðin í baráttu á sitthvorum enda töflunnar og bæði þurftu þau á þrem stigum að halda. 13. júlí 2021 21:21